Gamalt og gott

Það er stundum svo gaman að lesa gamalt blogg. Maður er jú að skrifa þetta til þess að læra af og setja hlutina í samhengi og það allt saman. Í fyrra á sama tíma hef ég nú bara verið á góðu róli – léttast svoldið og mála og allt. Samt var ég nú pínu að drepast í fótunum. En akkurat fyrir ári var ég bara í svona ægilega góðu skapi…

En þetta er oft slagur eins og lesa má af þessum pistli… Búðarferð offitusjúklingsins. Híhíhí!

En ég skal nú segja ykkur það að ég fór í hjólatúr í klukkutíma í þvílíku roki og ég er svo ánægð með að hafa drifið mig að það mætti halda að ég hefði ekki hreyft mig vikum saman. Sem er nú ekkert alveg rétt því ég labbaði og synti þegar ég var á Geysi í útilegu í liðinni viku- þó ég efist nú að um að það vegi upp á móti öllu því sem mér tókst að innbyrgða af mat.

En nú er að stefna að sálarró og jafnvægi til þess að taka við brestina í mataræðinu og trúa því að það og einmitt það skili mér því að ég léttist á ný.

Kveðja Inga pinga sem hefur ekki ennn – alveg náð sálarró ;-).

Myndir af skóm af http://www.department56.com/ Þeir eru frá fyrirtæki sem heitir Just the right Shoe og ég safna þeim :D.

3 athugasemdir á “Gamalt og gott

  1. jæja mín kæra – þá er bara að skila inn formlegu skipulagi að hreyfingu fyrir það sem eftir lifir júlímánaðar – gerist í dag takk!Gangi þér vel og endilega prófaðu þig áfram í grænu sjeikunum!Ásta Björk

    Líkar við

Skildu eftir svar við ANJO FASHION STORE Hætta við svar