Það er svolítið síðan ég sagði eitthvað um kg. mín sem eru farin. Þau eru nokkur og jafnast út að vera um 700 gr á viku frá því ég byrjaði að léttast í lok apríl. Er það ekki bara eitthvað sem ég get verið sátt við – sumarið er jú ekki endilega besti tíminn til að stunda reglulega hreyfingu og gæta mataræðisins eins og minu lífi er háttað amk. Já ég ætla bara að vera stolt af þessu. Á ekki nema um 6 kg í að 1. áfanga sé lokið. Þá er mér sagt að ég eigi að gera eitthvað skemmtilegt fyrir mig. Með sama áframhaldi eru það 2 mánuðir þangað til – þ.e. í byrjun nóvember. Nú er bara að standa sig.


Hey VÁ! Það er sko bara FRÁBÆR árangur! Gúrúarnir á Reykjalundi segja að ca. 500 gr. á viku sé alveg hæfileg léttun þegar maður er í svona lífstílsbreytingum frekar en megrunarkúr. Og fita brennur hægt skal ég segja þér! Svo vertu bara stolt af sjálfri þér, hlustaðu á kroppinn svo þú gefist ekki upp og ÁFRAM INGA!
Líkar viðLíkar við
Heyrðu mér er að verða ljóst þetta með hægu brennsluna!!!! Christ…
Líkar viðLíkar við
Mér finnst þú nú bara rosalega dugleg. Sumarið er sko ekki rétti tíminn í svona lífstílsbreytingar en þú hefur staðið þig eins og hetja!
Líkar viðLíkar við
úps, gleymdi að merkja.>>Kveðja til þín og hinna í Sunnulæk,>Unna
Líkar viðLíkar við
Frábært Inga – þú mátt vera stolt af þessum árangri. Áfram þú!!!>>kk Erla
Líkar viðLíkar við
Ó þú ertu svo dugleg Inga mín, verð að fara að gera kílóatalið.
Líkar viðLíkar við