Það er svo gaman í blaki

…að það er rosalegt! Og ekki skemmir það þegar þjálfari er á staðnum! Við getum náttúrulega ekki mikið en það er allt í lagi – því við erum í framför :-). Og það er bara kominn dágóður hópur í kringum þetta! Við vorum 11 í dag og samt vantaði 3 sem eru alveg gallharðar og alltaf með. Þannig að þetta var nú barasta frábært og svaka gaman – þó ég rífist nú helst til mikið  en það er nú bara ég :-).

Ég er að skrifa matardagbók og það gengur vel ég hef lært að pítubrauð eru svakaleg og hrísgrjón gjörsamlega hræðileg. Þannig að þetta er farið út for good. Ótrúlega sem maður er fljótur að skrökva að sér með þessi stig – eða hitaeiningarnar. Dísussss maður er náttúrulega ekki í lagi.

Ég er í mjaðmameðferð, fer 2x í viku að lyfta og geri þá heilmiklar mjaðmaæfingar og svo hef ég uppgötvað að vöðvarnar aftan í lærunum eru nú ekki sérlega sterkir og þá sérstaklega  sá í hægra lærinu – úff púff. Þarf að æfa hann líka.  Will dó.

Og svo þyrfti ég helst að vinna eitthvað líka…

Sunnudagur í rólegheitum

Eftir notalega fjölskyldustund með systkinum og mökum þeirra í gær hjá Hildi nenni ég engu í dag – þvæ bara þvotta því þvottavélin mín kom úr viðgerð – það er svakalegt að vera þvottavélalaus maður minn -úff púff. Þá á eftir að þurrka en þetta hús mitt er nú ekki sérlega vel gert til þess arna.

Það er kalt úti en bjart – ég held ég ætti kannski bara að gera einmitt ekki neitt og hvíla mig bara fyrir átök vikunnar. Kannski smá handavinnu – tiltekt í dótinu mínu sem gæti nú alveg heitið drasl um þessar mundir ;-).

En allra best er nú bara að þurfa ekki að gera nokkurn skapaðn hlut nema bara það sem manni sýnist – og reyna að éta ekki mjög mikið á meðan hehehe 🙂

Staðan á minni

Jæja er ekki rétt að setja inn smá stöðumat nú í lok mánaðar og upphafs nóvember. Ég hef lést um tæp 4 kg síðan um miðjan ágúst – sem mér finnst lítið en veit hins vegar að er öldungiságætt – og ég saxa hægt og bítandi á það sem ég hef bætt á mig síðan um páska eða svo. Já svona er þetta – það eru ekki öll ár til fjár greinilega. Þýðir ekki að dvelja endalaust við það heldur hysja upp um sig brækurnar.

Ég spila blak tvisvar í viku í 90mínútur í senn – ýmsar æfingar með þar náttúrulega. Ég er farin að fara í salinn á Borg. Ég hafði nú aldrei trú á því að ég gæti notað þessa græju sem þar er – svona sambyggð lyftingagræja en þessi dásemdar sjúkraþjálfari minn – sem þjálfar líka hið ofurskemmtilega blaklið Hvatar við annan mann kom snemma einn daginn og kenndi mér á tækið og setti upp æfingahring sem við Alice kennari förum tvisvar sinnum í viku og erum 60 mín með hringinn og svo bætist upphitun við þann tíma.

Ég er algjörlega himinlifandi að vera byrjuð að lyfta þvílík sæla – það á svo vel við minn þunga skrokk. Það liggur við að ég finni mun eftir 3 skipti en þar spilar nú blakið inn í – það eru ansi góðar æfingar í upphitun þar líka. Þetta gera fjórar langar æfingar í viku og ég fer í pottinn á eftir og myki mig upp.
Bara dásamlegt.

Hið eina slæma sem hjáir mig er mín hægri mjöðm – hún er svakalega aum – ég get lyft meira en helmingi minni þyngd með henni en þeirri vinstri og er hún þó ekki alveg góð heldur. Úff – og ég finn í blakinu að þetta háir mér þvílíkt – næ ekki að spyrna mér af stað í hlaupum og svo er bara stundum eins og löppin ætli undan mér – en nú er ég farin í meðferð til Baldurs og æfingaprógrammið mitt tekur verulega á mjöðmnunum svo það er bara gott.

Annars er bara gott – næ engan veginn að halda heimilinu hreinu, vinn ekki nóg þó ég vinni rúmlega minn vinnutíma – vil helst alltaf vera í vinnunni en það má nú ekki. Ekki ef maður ætlar að hreyfa sig og eiga heimili…

Annars er einn stór vandi í mínu lífi – kvöldsvengd. Ég borða alltof mikið þegar ég kem heim eftir langar æfingar – er alveg botnlaus en ég tek á því með sjálfsaga og ákvarðanir að vopni 🙂

Mjöðmin af hjá Páli en mín hangir

…og er til tómra vandræða! Djöf… Nú er ég farin að lyfta á ný og ég gerði fullt af fótaæfingum í gær með henni Alice, og viti menn eftir stöðvar á blakæfingunni í dag þá bara bwamm var ég búin að vera og komin með staurfót. Sem sagt heldur skart farið af stað!

Oh ég sem hélt ég væri orðin þokkaleg – ég held reyndar að Baldur eigi að sjá til þess að mér hætti að vera illt í mjjöðminni…

…og þar sem maður er farinn að léttast þá…

...er nú best að éta bara hvað sem er því það virkar svo vel! Ég er nú alveg ferleg. Síðasta vika hefur ekki verið góð matarlega séð. Ég verð að taka með mér shake í vinnuna til þess að þetta gangi – maður er svo fljótur að ná upp í einhvern stigafjölda sem er ekki viðráðanlegur ef maður étur bara það sem fyrir manni verður. Það þarf því að eiga hrein hristiglös og soyja mjólk til að þetta gangi :-). Og láta ekki allt eftir sér alltaf.

En annars á ég mér það til málsbóta að ég synti á föstudaginn eftir vinnu en eitt af markmiðum mínum er að nota þessa  yndilsegu sundlaug meira sem er bara nokkra metra frá kennslustofunni minni. Ég mun því kaupa fullt af miðum þar um næstu mánaðarmót. Ég þarf svo bara að fá góða og rólega kennslu á þessi tæki uppfrá til þess að ég geti lyft líka t.d. á föstudögum. Kannski gæti ég fengið einn ´tima hjá Baldri í fjarsjúkraþjálfun næst þegar hann kemur að þjálfa okkur. Myndi ekki saka að spyrja a.m.k. 
Ég er búin að vera frábær í fótunum – en er aftur orðin verri, ristin að plaga mig og aum í öllum vöðvum – hélt samt að ég myndi halda mér góðri með því að vera dugleg að fara í sund og teygja. En betur má ef duga skal greinilega.
Við Palli erum að paufast við að taka hér til í ýmsum hornum og gengur nú ekki svaka vel því við verðum að hvíla okkur svaka mikið ;-). Það er bara ágætt að geta hvílt sig og hafa gaman að því. 
Ég byrja svo á spænsku námskeiði á morgun – það verður nú gaman – það er þá einhver smuga að maður geti  miðlað því til barnanna sem maður hefur lært.
Markmið næstu viku er að skrifa matardagbókina fínu í excel bara og reikna út jafn óðum.
Undirbúa alla kennslu vel og ná sem mestu út úr hverri kennslustund.
Hafa allt tilbúið spikk og span og ekki endilega hafa flækjustigið sem hæst heldur bara græja allt þokkalega.
Ef tími er til þá væri gaman að útbúa nokkur námsmatsblöð og fara yfir með krökkunum.
Nýta tímann vel og hlú að sjálfri sér.

Reyna að nýta verkina til jákvæðra hugsana gagnvart mataræðinu.

Tilgangur – langanir og áform eða ákvörðun?

Einu sinni var ég úti að aka 
 – einhvern daginn miðsumars.  Og ég var gjörsamlega búin á því. Alltaf með samviskubit yfir því að ég borði vitlaust, hreyfi mig ekki nóg og nefndu það bara – failure á ferð á hverjum einasta degi – hverjum einasta klukkutíma-í raun er aðdáunarvert hve miklum tíma mér tókst í að velta mér upp úr mistökum mínum endalaust og koma þó einhverju í verk. Ég gat þetta bara ekki lengur. Ég fann svo til í fótunum, mjöðmunum og var algjörlega búin að missa allt hugrekki til hreyfingar. Ég ætlaði bara að gefast upp. Lifa sæmilega sátt við mig og mitt og verða bara feitari en nokkru sinni ef leiðin bæri mig þangað. Gæti amk hvílt mig á þessari baráttu – uppgjöfin væri hvíld. Ég bara gat ekki meira – fannst mér.

Og ég setti þetta upp fyrir mig og sá fléttuna fyrir mér. Ég þurfti nú ekki að hugsa mikið eða lengi til að sjá að þetta væri ekki það sem ég vildi. Onei. Fara í jólaboð og allir horfðu á mig með samúð í augunum en þó skilningi því verkefnið var náttúrulega óvinnandi – skiljanlegt að ég gæti ekki ráðið við það.  úff ekki skemmtilegt en jafnvel enn verra þótti mér þó hugmyndin að því þegar ég myndi segja Baldri frá ákvörðun minni, -Já sæll Baldur, ég er nú búin að vera í svaka barningi og ég hef reynt og reynt en ég bara ræð ekki við þessa verki lengur – ég bara get þetta ekki. Já já það var nú eiginlega kornið sem fyllti málið, tilhugsunin um það hvað minn marpíndi sjúkraþjálfari myndi hugsa – því ég vissi að hann myndi ekki segja nokkurn skapaðan hlut. Já hann var svo sem búinn að sjá að ég ætlaði að gefast upp og réði ekki við þetta og ósigur væri svo sem óumflýjanlegur – já eða bara vonsvikinn. 
Og þá bara FANN ég að þetta vildi ég ekki – hvað svo sem dómarar umhverfis míns segðu eða hugsuðu. Ég bara vildi ekki gefast upp – ég vildi losa mig við kílóin sem höfðu bæst við – ég vildi halda áfram og ég ákvað að gera það.
Reykjalundur og Baldur hafa gefið mér alls kyns verkfæri og ég fór í að nýta mér þau:
Matardagbók
Markmiðssetning
Hreyfingaáætlun
Leggja áherslu á mataræði
Vera í samfélagi við aðra í hreyfingunni – ekki vera of mikið ein, þannig nær maður að rífa sig niður án athugasemda.
Iðjuþjálfun – skipuleggja tíma sinn og þess vegna hef ég gert fullt í því að fækka verkefnum því ég bara fer of djúpt í málin.  Það er bara þannig.
Nú hafa 3,4 kg farið á síðustu fjórum vikum – veit ekki hvernig hefur gengið síðustu viku en ég hef svo sannarlega reynt að standa mig og það er það sem skiptir máli.
Ég fer í iðjuþjálfun innan tíðar – ég tel að hún munu skipta mig mjög miklu máli
…og ég ætla að vara mig á skammdegisdrunganum.
Það er bara ein leið – áfram veginn.

Reykjalundur að baki – í bili

Já sæll  – Inga litla fór á Reykjalund í dag – úff, með öll sín aukakíló síðan síðast.  Skandall náttúrulega.  Lífið varð þó bærilegra vegna þess að ég er búin að taka verulega á undanfarið og missa 3,4 kg, skrifa matardagbók og hreyfa mig markvisst – já og ég hef sagt mig frá mörgum verkum.

Ég fékk tíma hjá iðjuþjálfara innan tíðar sem ætlar að hjálpa mér með að vinna áfram að því sem stendur í mér.  Það verður frábært.

Það var líka gott að þó ég sé 8 kg þyngri en þegar ég var síðast á Reykjalundi – þá hef ég bætt á mig vöðvum en ekki bara fitu – og gönguprófið kom mjög vel út – þannig að það eru margir punktar – og öllum fannst ég líta vel út og vera hressileg.  Það er líka flott – meira að segja læknirinn talaði um að ég liti svo miklu betur út en fyrst þegar hann sá mig. Ég er líka ánægð.

Ég hef ekki verið betri í fótunum síðan hún Hildur var sextug – ég er ekki að grínast!



Og auðvitað er það bara alveg stórkostlegt.  Og kílóin MUNU FARA!


Og við erum komin með blakþjálfara!