Mánudagur til mæðu – eða dýrlegrar hvíldar?

Eins dugleg og ég var á föstudaginn þá verður hið sama ekki sagt um daginn í dag! Ég hef verið eins og skotin gæs!  Með höglum en ekki ástarörvum í hjartað!

Ég tók mér ekki hvíldardag um helgina og það bitnaði á mér í dag – fyrir utan að líklega er ég hreinlega máttfarin af meltingatruflunum sem hafa staðið síðan á föstudagsmorgun og ekki orðið lát á fyrr en í dag! Hvað það var sem olli þessum ósköpum veit ég ekki – bláber, laugardagsdekurmáltíðin eða grænmetiá grænmeti ofan – niðurstaðan er amk sú að meltingin gekk hratt og vel!

Sem sagt – dagskráin mín í dag sem var svo frábær fór öll fyrir ofan garð og neðan og ég var ekki tilbúin í vikuna – vonandi verð ég tilbúin í hana á morgun, og ég verð bara að lengja tilstandið og vera dugleg á laugardaginn líka – hvíla svo á sunnudaginn. Það er algjört möst.

Ég er búin að vera hér í þrjár vikur og þetta er allt að koma – en ég er ekki mannblendnari en ég var – ónei. Gerði heiðarlega tilraun til þess að fara fram og horfa á ruv í síðustu viku en gat ekki alveg tekist á við geðvonskuna í sumum, ef eitthvað heyrðist í fólki – svo ég held ég láti það vera, er ekki alveg komin í mannblendisgírinn. Hef varann á mér gagnvart fólki!  Nenni eiginlega ekki að lenda í einhverri togstreytu í augnablikinu. Enda uni ég mér ágætlega.

Ragnheiður og Eiríkur Ingi eru dugleg að hugsa um mig, koma með vatn og ávexti, og í dag koma þau með ómissandi Treo – það er svo gott í líkamsræktinni :D.

Ætli ég fái mér ekki kort hjá Rut á Borg – í ræktinni ef ég hef bíl til að koma mér þaðan og þangað. Það væri nú eitthvað. Amk er allt upp í loft á Selfossi – veit ekki alveg hvenær nýja aðstaðan þar á að verða tilbúin. Nú eða í Mætti…

Næsta markmið mitt er að prófa alvöru hjól….

Og vera tilbúin í morgundaginn!

1 athugasemd á “Mánudagur til mæðu – eða dýrlegrar hvíldar?

  1. Við skulum muna að slaka á um helgina mamma mín!

    Eins er svo ljúft að koma til þín og sjá þig standa þig svona vel og spjalla, ég finn það hvað ég hef saknað þín þegar þú loksins ert komin í næsta nágrenni 🙂

    Annars á þetta sundlaugarhús og væntanlega ræktin að fara að dettí það að verða tilbúið, vonandi bara áður en þú ert búin í þessu ævintýri 🙂

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ragnheiður Páls Hætta við svar