Nú jæja

Eftir að ég blés til sóknar hefur nú ástandið heldur batnað á minni!

Ég fékk mikil og góð viðbrögð á Fésbókinni og það styrkti mig… Efldi.  Ég fæ líka mjög góðan stuðning í vinnunni… Frábært fólk þar samankomið. Við norðlenski hluti fjölskyldunnar fórum á Egilsstaði og versluðum í LKL stíl og það var mikið gaman. Það gengur á ýmsu í því að halda kúrs – en þó hef ég ekki borðað nammi núna í 4 daga og ekkert brauð fengið mér nema 2 brauðsneiðar. En matseldin er lítil sem engin – en nú er komin frystikista í bæinn og það er allt að lifna við.

Hér inni er óbærilegt drasl en hver veit nema eitthvað gerist í því um helgina! Amk ætla ég ekkert í skólann í dag eða á morgun heldur vinna inn á milli tiltektar í starfsmannahandbók.

Hreyfingin er ekki nægileg – en ég fékk náttúrulega kvef – en þetta er allt að koma. Ég finn að nú er ég búin að finna einhvern lífsþrótt.

Yfir og út!

2 athugasemdir á “Nú jæja

Færðu inn athugasemd