Vefjagigt – er hægt að neita tilvist hennar lengur?

Einkenni

Einkenni vefjagigtar eru fjölmörg, en aukið verkjanæmi, svefntruflanir og þreyta eru þau algengustu. Einstaklingsbundið er hversu mörg og hvaða einkenni hver hefur. Hér fyrir neðan er listi yfir einkenni sem geta fylgt vefjagigt. Þessi einkenni geta verið fylgikvilli annarra sjúkdóma því er mikilvægt að leita til læknis til að fá úr því skorið hvort að um vefjagigt sé að ræða. 


Ég merkti við að gamni það sem passar við mig undanfarna 12 mánuði eða svo


• Verkir í vöðvum, vöðvafestum – sérstaklega festum
• Verkir í öllum líkamanum – þetta er að gera vart við sig af auknum karfti nú í sumar
• Óeðlileg þreyta 
• Svefntruflanir, vakna þreytt/ur 
• Stirðleiki – svakalegur
• Liðverkir – eiginlega undirlögð – veigra mér við flest orðið
• Iðraólga (órólegur ristill, ristilkrampar)  – já já – kannast aðeins við það!
• Viðkvæmni fyrir kulda – veigra mér meira að segja við að setja hundana út því ég kólna svo og finn þá svo til.
• Pirringur í fótum  – 

• Dauðir fingur (Reunaud´s phenomenon) 
• Þvagblöðrueinkenni 
• Kraftleysi, úthaldsleysi 
• Höfuðverkur 
• Dofi/þyngsli í útlimum 
• Þroti í höndum og/eða í fótum 
• Depurð 
Óeðlilegur kvíði 
• Skortur á einbeitingu 
• Minnisleysi 
• Orðarugl, erfiðleikar með að finna rétt orð 
• Augnþurrkur, munnþurrkur 
• Ósjálfráðar hreyfingar, skjálfti í höndum, vöðvakippir 
• Hraður hvíldarpúls, stundum töluvert yfir 100 sl/mín – maður er nú í ofurþjálfun svo…
• Hjartsláttarköst 
• Kaldur sviti, svitakóf


Allt það sem ég merki hér við er viðvarandi og nánast daglegt brauð.
Ég tek orðið eftir því þegar ég á góða daga. Ég veit ekki hvort það er gangan sem fer svona ferlega með mig – en ég er bókstaflega undirlögð og vorkenni mér allar athafnir daglegs lífs….


Fékk flogaveikislyf til að sofa betur og það svín virkar og líðanin batnaði við það – þannig að ég get farið í golf og svona en ég er alveg að drepast á eftir í skrokknum og er ekki búin að súpa seyðið af golferð MIÐVIKUDAGSINS. – sem var samt bara lull…


Svoldið svekkt yfir þessari ááran…

1 athugasemd á “Vefjagigt – er hægt að neita tilvist hennar lengur?

  1. Það sem mér finnst merkilegast og ég hafði ekki tengt við vefjagigt er munnþurrkurinn og orðaruglið en það er alveg hending að ég komi frá mér réttri setningu og sérstaklega ef mikið liggur við….

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ingveldur Hætta við svar