Ákvarðanir og einbeitni

Nú þarf hún litla mín að taka á honum stóra sínum :-). það þarf eiginlega að taka þetta aðeins lengra þetta breytta líf. Ég átti frábæran sprett í febrúar í kílóunum – en þar strandar sem sagt flest þessa dagana. Ég hef losað mig við um 4 kg á þessu ári – mest í feb og byrjun mars. Það reyndist mér ekki neitt svaka mikið mál. Ég gerði einfaldlega allt það sem ég vissi að ég ætti að gera. Fékk mér alls kyns súpur á kvöldin, borðaði jafnt og þétt yfir daginn og átti svo ávexti til að narta í. Það þarf nú ekki að nefna það að ég hreyfði mig eins og sá íþróttaálfur sem ég er. En svo hefur komið svolítið hlé.

Og þetta hlé er svolítið merkilegt.

Það er eins og ég skilgreini það svo að eftir vinnutörn í léttingi eigi að koma hvíldartímabil með hæfilegri óreglu – þó þannig að ég þyngist ekki. Þetta er náttúrulega alveg galið. Afhverju ekki bara að halda áfram á sömu braut – braut sem var orðin nokkuð laus við hnullunga þó einn og einn smásteinn skoppaði ofan í skóinn eða steinnibba stóð upp úr henni. Gjörsamlega tútalt. Fyrir vikið hef ég ekki lést neitt í mánuð. Bíddu er það afþví ég ætla að léttast svo mikið í maí eða…

Staðan er einfaldlega sú, að ef ég ætla að ná þeirri líkamlegu færni sem mig langar til þá þurfa kg að fara nokkuð jafnt og þétt. Ég veit svo sem alveg hvað er að bera 2 kg af hveiti inn úr bílnum – og ég býð mér samt upp á að losa mig ekki við þau mánaðarlega eða svo….

Er nú ekki ráð að láta ekki undan hverri einustu hugdettu um ,,eitthvað gott“ heldur hafa það svona við og við – því það þoli ég vel. Ég þarf ekki að lifa neinu sultarlífi til þess að léttast öðru nær. En ég þarf hins vegar að borða rétt í 90% tilvika ætli ég að léttast um 2 kg á mánuði.

Ég ætla að reyna að nýta grátlega litla færni mína í blaki sem hvatningu og minninguna um göngulag mitt af myndböndum sem hafa verið tekin af mér undanfarið.

Nú stefni ég borubrött á nýjan tug. 9 kg í hann – og ég mun ná þeim í lok septembers vona ég. Sumarið er þó ætíð mjög erfitt – mikil óregla – en við skulum stefna á þetta. Reykjalundur er svo í loka okt og þá er lokauppgjör dvalar minnar þar.

1 athugasemd á “Ákvarðanir og einbeitni

  1. Ég VEIT þú getur þetta! Upp með matardagbókina mín kæra – og það áður en macintosh-dós verður á vegi þínum svona um páskana.

    Gangi þér vel
    Ásta

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar