Það var svo gaman að stíga á vigtina nú í morgunsárið – talan þar er 4,7 kg lægri en í byrjun febrúar! Það þýðir að ég hef misst að jafnaði 2 kg á mánuði! Og vitið þið hvað það þýðir? Það þýðir að ég er aftur komin upp á vinningsbrautina! Nú þarf bara að festa þessa tölu vel í sessi áður en ég fer á Reykjalund á föstudaginn! Vó hvað ég er glöð og það er einmitt það sem maður þarf að vera þegar vel gengur – innilega glaður – næg eru vonbrigðin í annan tíma.
Húrra fyrir mér!
Húrra, húrra, húrra!!!
Ásta
Líkar viðLíkar við