Súbbinn minn í klessu

Já já stýrisdæla og stýrismótor bara farið – dautt búið ekki nema svona um 250 þús sem kostar að gera við það smáræði! Bjartur með sykingu í auganu og af þessu leiðir að ég er gjörsamlega á bömmer. Kem heldur litlu í verk þykir mér og eyði of miklum tíma í tölvunni. Þarf að minnka það. Þarf maður ekki líka að fara í jólaskap. Mér sýnist að ef það verði gefnar jólagjafir á þessu heimili þá verði það heimagert svei mér þá! 

Ég er nú eiginlega í klessu yfir þessum bíl…. já og svona fjármálunum yfirleitt. Greiðslubyrðin helst til mikil miðað við tekjur satt að segja.

Æ það þýðir ekkert að væla yfir því. Gleðjast bara yfir því hvað var svakalega gaman í blaki og að maður er að hressast í fótunum. Já og svo gengur svona ljómandi vel að skrifa matardagbók – og stigin ekki alltof mörg – þó þau séu mörg sem í hana rata.

Hreyfingin gengur bærilega – fór í dag þó ég væri svakalega sein af stað. Bara fínt.

Færðu inn athugasemd