Kvennahlaup og fleira

Inga litla setti met í gær í dugnaði.  Hún bar út blöðin, fór í kvennahlaup á Sólheimum- bara 2 km samt, svo fór ég við opnun á hönnunarsýningu í Ljóssafossvirkjun – frábæra sýningu, sem Hlín Helga frænka mín setti upp, þaðan fór ég í fermingarveislu hjá Rut nemanda mínum og svo í heimsókn til Hildar í hjólhýsið á Írafossi, Svei mér margt sem var aðhafst!  En ekki samt tókst mér að hafa þennan dag nammilausan en ég held áfram að reyna.

Núna horfi ég á fótbolta og skiplegg sundferð.  Þarf að synda smá í dag – nú eða hjóla.  En veðja frekar á sundið.  Það fer alveg svakaleg vel með lappirnar á mér.

1 athugasemd á “Kvennahlaup og fleira

  1. Oh yeah ég fór að synda og allt! 500 metrar á föstudag, 600 metrar í dag og svo hjólað smá um bæinn. Ferlega ánægð með mig – nema brjóstsviðann… ekki ánægð með hann!

    Líkar við

Færðu inn athugasemd