Ísland Serbía jafnt

Það er í sjálfu sér nógu pirrandi – en við það bætist að ég er eitthvað svo ótrúlega leið.  Neikvæð og fúl.  Óánægð með allt.  Finnst fátt sérlega skemmtilegt….  Og veit EKKERT hvað ég vil!

Ég er löt
Nenni ekki að vera löt
hef ekki þreki í að vera neitt annað.

Fór í magaspeglun í dag – sem var mjög óþægilegt – bjargaði því bara hvað þessi læknir var mikil dúlla… ja eða amk notalegur! 

Ég er náttúrulega með þindarslit dauðans  – sem er ekki sérlega óvænt því allir feitir eru með þindarslit ja amk flestir.   Ég er með magasársbakteríu sem þarf að drepa og hef líklega fengið magasár hér um árið.  Er með ristilkrampa dauðans sem er ekkert hægt að gera við nema það sem ég er að gera.  Og reyna að eta trefjaduft eitthvað.  Nú svo er ég með myljandi magabolgur og magakrampa maga.  Ja ja – hefði svo sem getað verið með magaskár og allt það svo þetta gæti alveg verið verra.  Það er sem sagt myljandi ástæða og ástæður reyndar fyrir magakveisum mínum.  Allt blandast þetta saman í fínan kokteil sem heldur mér við efnið.

Og ég veit ekki hvort ég eigi að vera í námi eða ekki – get næstum eins verið það því ég nenni engu öðru …

Eina sem ég veit að þunglyndið rjátlast af mér eftir því sem líður nær voru.  Það er alveg víst.

Ég held ég verði að taka mér tak.

En nenni því ekki…

1 athugasemd á “Ísland Serbía jafnt

  1. findu e-ð fallegra og meira uppbyggjandi orð en löt elsku mamma mín, það dregur þig bara enn meira niður að segja það, þá sérstaklega vegna þess að þú ert það ekki!

    Þú reynir þitt besta og stundum þarf líkaminn bara að fá að vera þreyttur og þá áttu ekki að ráðast á sálina og kalla þig lata… fussumsvei! búin á því/úrvinda er mikið fallegra og sannara orð 😉

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ragnheiður Hætta við svar