Nú jæja tveir sigrar unnust í dag mitt í öllu röngu ákvörðununum mínum:
Ég fór út að hjóla þó það væri bara í 20 mínútur og ég fékk mér ekki ís þegar mig langað ótrúlega mikið í hann 🙂
Gangan gekk vel í gær þó ég hafi verið hissa þegar henni lauk að hún hefði ekki staðið lengur :-). Ég var hins vegar nánast ógöngufær þegar ég kom heim því ég fann svo til í ristinni að ég hélt ég dræpist en það er nú ekki verra en vant er.
Í morgun tók ég svo gigtarlyf sem ég átti í fórum mínum og fann varla fyrir fætinum.
Ég var í vinnunni í dag og gengur svona ljómandi vel með vel með námskrárnar og ég er meira að segja búin að gera nokkur matsblöð með þeim svei mér þá alla mína daga. Mjög gaman.
Ég á svo tvo daga eftir og þá læt ég staðar numið þetta vorið að vinna. Er bara ánægð með mig…
Þannig lagað.
Hjól í fyrramálið í amk 20 mínútur og svo klst ganga í Þrastarskógi. Gott mál barasta – smám saman fikrast maður í rétta farveginn 🙂
þú stendur þig vel Ingveldur, að standast ísfreistinguna, geri aðrir betur…. ég er búin að misþyrma maganum í mér í dag ójá, ætla ekki einu sinni að telja það til sem í hann fór..usss… EN ÞÚ ERT AÐ STANDA ÞIG STELPA,,, GOTT, GOTT, GOTT
kv.
Áslaug
Líkar viðLíkar við
Áfram Inga
Líkar viðLíkar við