einn góðan ganginn.
,,hmmm hvar ætli matardagbókin sé?“
,,….ah það er svo gott að fá sér mozarella með salatinu!“
,,Já nammi er náttúrulega slæmt en ef það er bara fengið sér oggu pons þá er það svo sem í lagi – hefur engin úrslitaráhrif.“
,,Ah ég er svoldið svöng – æ æ er klukkan orðin 21 – ah betra að borða núna en vakna í kannski nótt og fá sér eitthvað þá!“
,,Brauð já – já ég má nú alls ekki fá mér það en nýtt baquette er nú bara meiri freisting en ég ræð við…“
Viðjið þið að ég haldi áfram? Trust me ég hef svo miklar ástæður til þess að gera það sem mér sýnist í matarmálunum að ég gæti talað ykkur öll í kaf og mig fyrsta af öllum!
Að þessu sögðu held ég (en bara held) að ég fari og leiti að matardagbókinn og skrif óhroðann niður sem ég borða svona inn á milli. Ég má teljast góð ef ég held lægsta punkti fyrir páska eftir páska og líklega er raunsærra að búast við að maður þyngist um 1 kíló eða svo. En maður kann að ná þeim af sér svo enginn ástæða til þess að flippa!
Ég fór að hjóla í morgun með blöðin og hjólaði í rúmar 40 mínútur – Jósep krúsílingur gerði við hjólið mitt og það er í fínu fínu standi. Og þið ættuð bara að vita muninn fyrir mig að hjóla núna eða fyrir 6 mánuðum síðan – það er ekki sambærilegt! Svo miklu auðveldara og ég er ekki hálft eins þreytt eftir þennan tíma og 20 mín göngu.
Fínt mál sem sagt – allt nema þessi pínulitlu páskaegg sem ég er að borða núna. Já elskurnar svona er að vera klikkaður!