já já já já – jákvætt sjáflstal

veitir ekki af því um þessar mundir! Svo virðist að ég hafi þyngst í kringum árshátíð – ekki losnað við það í dimbilvikunni – og þá ekki um páskana… og það þarf að horfast í augu við það að maður fer upp og svo niður. það er stundum eins og að sé taktur í þessu… en síðasta vika var næstum afbragð bara. Enginn dagur yfir 42 stig – sem er grunnorkuþörfin. 1 minni en 30 og hinir 30 – 34 stig. Ég hreyfði mig fínt líka – sérstaklega miðað við verkinn í hendinni. Blakæfingin var frábær – það er Fylkismót í bænum í dag – mig langar svoldið að fara að horfa því þar er kvennablak – en ætli ég láti ekki duga að kíkja á strákanna á hsk mótinu á mánudag… maður lærir svo ótrúlega mikið á því að horfa ;-).

Í morgun er ég búin að hjóla með blöðin – afar vont fyrir hendina! 50 mínútur og fínn púls.

Ég borðaði mjög hollt í gærkveldi og synti í gærdag og náði um 80 mín hreyfing – þannig að ég er komin af stað aftur. Ég hef misst nokkur hundruð grömm þessa viku – og vonast til þess að ná þá fyrri þyngd minni í lok næstu viku – 24. apríl. Svo verð ég að vera orðin hálfu kílói léttari 1. mái… það væri best en loka og óumflýjanlegt markmið er 129 kg í 29. maí – það er engin undankoma með það og fyrst páskarnir fóru ekki verr þá er það vel mögulegt…

90 ára afmæli kvenfélagsins í kvöld og 2 fermingarveislur á morgun. Sem sagt ekki lést um helgina en vonandi verður þetta ekki verra en ég næ mér á strik …

úff

2 athugasemdir á “já já já já – jákvætt sjáflstal

  1. það er því ég hugsa til þín- ótrúlegt aðhald að vita af þér alltaf á ferðinni niður á við á þessari vigt – vil nú svona síðar vera miklu minni manneskja en þú… eða sko… Reyndar myndi ég alveg vilja vera minni manneskja en þú en sko það væri þá í kg 😉 ha ha ha ótrúlega fyndin

    Líkar við

Færðu inn athugasemd