Jæja ekki hafa nú verið unnið stórafrek þessa helgina – nema hvað vinnaðstaðan mín er nú að fæðast hér í geymslunni. Hér sit ég amk með nettengda tölvu í vegg 😉 þannig að hún er heldur hraðari en þegar hún er á þráðlausa netinu, að vísu vantar í hana allt vit – en ég reyni að bera mig mannalega. Hún fór í viðgerð blessunin og þar þurrkaðist allt út sem ég var með á heimaprófílnum mínum en ég er nú að reyna að vona að ég lifi það af en verst er með námið mitt. Það fauk eiginlega allt út í veður og vind. Þar einhvern veginn að safna mér saman í huganum…
Fyrir ári síðan vorum við á heimleið frá Bandaríkjunum. Fyrir ári síðan voru páskarnir búnir… Fyrir ári síðan var Jón sprelllifandi…
En aftur að Ingu óstöðugu. Ég bara tek svona sveiflur og það er eins gott að horfast í augu við þær og reyna að ná þeim niður eins fljótt og auðið er því ekki ræð ég við að berjast við þær til langframa.
Ég lét því undan sælgætislönguninni og fékk mér lakkrís og súkkulaði. Hvorugt var jafn ljúffengt og mig minnti og áhrifin voru hreint ekki svo stórkostleg. En gott samt ;-).
Mataræði hefur ekki verið mælt sem skyldi síðan á föstudag og eitt og annað ratað í minn maga sem betur hefði verið kyrrt á borði en góðu fréttirnar eru þær að þetta ástand varir ekki mikið lengur og ég er að ná stjórn á þessu – þó ekki hömluleysi en svona ónákvæmni svolítið.
Hreyfing hefur verið með minna móti þar sem ég tel mér trú um að ég þurfi að vera hér við að skrifa handrit fyrir árshátíðina… gæti samt alveg gert eitthvað en ég hef svo lítinn tíma og 2 klst sundferð eða ganga myndi vera alltof mikil áreynsla og það er kominn snjór svo ekki fer ég út að hjóla….
En ég klára handritið – ég fer á landsleik í handbolta Ísland Eistland og ég borða 200 meira grænmeti en í gær en þá borðaði ég 300 gr hið minnsta – svo þetta er ekki alslæmt!

Takk fyrir myndirnar og hlakka til að sjá ykkur. Áfram Inga
Líkar viðLíkar við
Ég verð nú að segja frú Ingveldur að þessi lesning hljómar nú einhvernveginn ekki alveg eins einbeitt og ég hefði vonast til! Hmf! Gangi þér betur í næstu viku – vertu góð við sjálfa þig, I ALVÖRU ekki með lakkrís og hreyfingarleysi! >Ásta Björk sem vill þér allt hið besta!
Líkar viðLíkar við
iss ég er búin að hreyfa mig galið – bara etið aðeins og mikið af hrökkbrauði 😀 Telur allt sjáðu til 🙂
Líkar viðLíkar við