Brakandi góð

eða blakandi góðir fætur! Ég er ótrúlega miklu betri í fótunum en ég hef verið í marga mánuði! Bara einfaldir verkir og vandalítið að hreyfa mig frá a til b ef ekki væru bara einhver svona einhver kíló að þvælast fyrir 🙂 Ég meiddi mig aftur í öxlinni í blakinu en ég hætti áður en ég fór í hundana eins og síðasta fimmtudag. Jafna mig -er samt fegin að það er sjúkraþjálfun á morgun – er svona heldur að stífna í herðum og hálsi eftir að hafa ekki farið í 3 vikur.

En sem sagt afar gleðilegar fréttir af fótunum mínum og það er dásamlegt að geta fært annan fótinn fram fyrir hinn án þess að vera að drepast í hverju skrefi og hverri lendingu, hverri viðspyrnu hverjum andardrætti ef svo má segja.

Nú er mér bara svona einfaldlega illt í fótunum! Á skalanum 1 – 10 þá er mér ekki ill nema 4,5 held ég bara – var í 8,5 svona stundum fyrr í vetur og síðustu árin – allt frá hælsporanum bara.

Nú er bara að hafa mataræðið í lagi.

mér gengur ekkert í innkaupum og skipulagi á því hér heima en þetta er að koma. Vona ég!

Kannski ….

Híhí – en ég er sem sagt fær um að hreyfa mig í átt að boltunum í blakinu – næ honum sjaldnast – en samt í áttina er gott 😉 og ég get synt eftir æfingu! Ég man líka þegar ég horfði dreymandi á konur sem gátu skellt sér í laugina að synda eftir æfingu í blaki – nú get ég það sko léttilega :-).

2 athugasemdir á “Brakandi góð

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar