öxlin í messi

Það ætlar nú ekki að ganga vel hjá Ingveldi að halda sér í lagi. Ég verð að væla svolítið og svo er ég hætt því í bili – en ég þrífst á væli en svo stend ég nú vanalega upp aftur svona ef skrokkurinn leyfir 😉

Síðast þegar ég fór í blak þá gáfu ristarnar sig.

Nú svo er ég nú búin að synda þessa vikuna og halda út í badminton og hvíla í gær – allt eftir kerfinu og voða fínt! Öll að lagast í löppunum jafnvel og bara farin að finna þennan fræga mun!

Þá meiði ég mig í öxlinni í blaki í dag og er gjörsamlega að drepast.
Hnén eru eins og þau hafi verið lamin með baseball kylfu – svo aum og vitlaus eitthvað.

Já og ekki má gleyma bakinu – það er svona skemmtilegt og til vandræða – ekki búin að vera það í 3 ár!

Það er svo frábært að geta fundið til á nýjum og nýjum stað nú þegar hællinn er að lagast – ristarnar hanga ef ég er í réttum skóm, já og svona almennt bara góð…

Nei þá bætast nýir staðir við. Ég er alveg ægilega leið því ég finn virkilega mun á mér allri við að léttast um þau 9 kíló sem eru farin síðan um áramót – var bara að vona að nú myndi þetta lagast. Nú væri ég að komast á beinu brautina og ekki margs nýs að vænta í því að finna til….

Þetta er náttúrulega allt alveg ótrúlega lítið merkilegt – en dugir mér fínt til að vera hundfúl yfir þessu!

100 pönnsur á morgun fyrir erfi og partý hjá Sls – ég kemst áreiðanlega í gegnum þetta…

2 athugasemdir á “öxlin í messi

  1. Elsku hjartans vinkona hvað þetta ætlar að vera erfitt eitthvað! En mikið sem þú ert dugleg að halda alltaf áfram og finna nýjar leiðir til að djöflast áfram þrátt fyrir allt sem að þér er. Þú ert algjört idol fyrir okkur hinar sem erum að reyna.Ég treysti því að það hafi verið gaman í gær og þú sért endurnærð á sálinni eftir samveru með góðu fólki. Ásta B.

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar