Upp á einstigið

Jæja elskurnar – í dag er dagurinn sem ég er að ná upp á einstigið sem maður þarf að feta sig til þess að hanga í því að hreyfa sig í 90 mín og borða gáfulega. Ég hef svona lafið í þessu og burðast við og bölsótast en þetta er alt að koma – eina vandamálið að fara í bónus – nenni því náttúrulega ekki – mikið verð ég glöð þegar Krónan kemur hingað. … verður áreiðanlega allt annað líf 😉

Nú en ég sem sagt er aðeins að léttast sem er ákveðinn léttir á sálinni líka því – því fyrr sem ég afsanna þá kenningu að ég geti ekki lést (nema á Reykjalundi) því betra og ég virðist vera amk 800 gr léttari en þegar ég var á Reykjalundi en þetta er í fyrsta sinn sem ég stíg á þessa vigt svo það verður meira að marka þá næstu – en ég hef ekki verið 133,2 kg afskaplega lengi (vigtin á Reykjalundi sagði 134,8 þegar ég fór heim en hún er aðeins þyngri en heimavogir held ég).

Ég man að ég var 144 þegar Aðalsteinn fæddist. Hvort ég var 122 þegar Ragnheiður varð til – líklega – svo við erum að tala um 20 ár eða svo.

Og ótrúlega hlakka ég til að komast í 129,9 víhí. Það er markmiðið – vonandi næst það fyrir júlí en það er deadline.

Ég var hjá Dísu í síðustu viku og var svo í náminu í tvo daga – úff svoldið erfitt og leiðinlgt núna – svo fór ég til sála sem kenndi mér svolítið um óþolinmæði og píslarvættis-ism – mjög merkilegt en þetta tvennt hangir sem sagt saman en á sér sínar björtu hliðar – og dökku hliðar.

Óþolinmæði fylgir þor – skugginn er fljótfærni
Píslarvætti fylgir selflessness (ánægja af því að vinna fyrir aðra, gleðja aðra og krefjast einskis í staðinn heldur fá bara ómælda ánægju af því) skugga hliðin er sjálfsvorkunn.

Til þess að komast úr sjálfsvorkunn þarf maður að leita til þorsins – og þessir tveir þættir – óþolinmæði og píslin er víst ágætlega ríkjandi í mínu skapferli…

Jamm ég er sko svoldið stödd í píslarvættinu skuggahliðinni núna – en ég er að finna þorið þarna einhvers staðar. Svo ég hangi nú á einstiginu.

Ég er búin að etja þessum og hinum í það með mér að léttast – vonandi næir þetta til þess að ég haldi vel á spöðunum. Það er amk hægt að gleðja sig við að vera búin að lækka bmi um 12 stig.

Og svo ætla ég ekki að gera neitt af viti í dag – nema bara það sem mér sýnist – ég er að fá 2 kommóður undir dótið mitt að hluta til og ég ætla að reyna að búa til einhverja aðstöðu í geymslulnni fyrir mig. Með hjálp Palla

4 athugasemdir á “Upp á einstigið

  1. Halló mín kæra…Þekki ekki hugrakkari konu en þig… Það þarf MIKIÐ hugrekki að leggja af stað stíginn í þeirri vegferð að breyta lífstíl sínum og ENN meira hugrekki að halda áfram á þeim stíg.kv.Áslaug

    Líkar við

  2. takk – ég er alltaf að detta af þessum stíg mar – og stundum er ég meira að segja á öðru fjalli með hreint engum stígum – bara hangandi á einhverri sillu á vegg – málið er að hanga á nöglunum eins lengi og unnt er :-). Vonandi er ég komin upp vegginn og á einstigið 😉 Mér finnst þú nú ansi hreint dugleg líka góan mín. Ég stillti styttunni þinni upp þar sem ég sit alltaf (óþarflega oft) og ég sé hana í hverju augnabliki – og mér finnst hún æði!

    Líkar við

  3. hæ hæ Ingveldur mikið er gaman að lesa pistlana þína.Mér finnst þú standa þig bísna velViss um að þú rúllar okkur öllum upp í maíKv. Ása Hildur

    Líkar við

  4. Halló Ása Hildur – gaman að sjá þig hér – það er sko ákveðið drama alltaf í kringum mig ha ha ha – en svo jafnar maður sig og hífur sig upp á rassgatinu. Mikið hlakka ég til að hitta ykkur aftur – og klárt er að tíminn líður hratt – maður verður náttúrulega að standa sig – þið voruð svo dugleg og við öll. Gengur þér ekki vel?

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar