Lífið gengur sinn vanagang


… já meira að segja dagskráin hér á Reykjalundi getur orðið að vana – eins störfum hlaðinn og maður er nú hér svei mér þá. Hreyfingin er á bilinu 100 mínútur og alveg upp í 190 mínútur og þá á eftir að taka ferðirnar og dvölina í búningsklefunum en það tekur nú sinn tíma að fara úr þessari flíkinni og í hina!

En þetta gengur vel – ég er góð í skrokknum þó ég sé komin í ansi strembið leikfimisprógramm – en ég ætla ekki að gefast upp í því þó þeir tíma séu einmitt á erfiðustu dögunum mínum. Í fyrsta sinn gerðist það í morgun að ég sá ekki úr augunum út á tímabili fyrir svita – og þá meina ég í alvöru skoho. Svo um leið og ég hef borðað þá byrja ég að svitna – bruninn er svo sannarlega kominn vel af stað. Þetta er sem sagt allt mjög skemmtilegt.

Í morgun gat ég sofið svolítið út því ég þurfti ekki að mæta fyrr en 9 í leikfimina og svo beint í sundleikfimi sem ég tek nú létt á þeim dögum sem ég fer í leikfimi og nýti mér hana bara til að slaka á og teyja vel. Nú þá er klukkan orðið 11 þegar þetta er búið og þá er nú gott að komast aðeins í tölvuna og sjá hvernig veröldin snýr. Eftir hádegið er síðan spaðatími og svo á ég að fara í sundlaugina en það geri ég nú ekki – ég synti svo mikið í gær og ég er ekki einu sinni viss um spaðatímann – það fer enginn sem ég þekki en á móti kemur að maður verður bara að láta sig hafa það… en mér er smá illt í bakinu – en ég er eiginlega alveg búin að sannfæra mig um að maður eigi einmitt að fara í spaðatíma í dag – það er svo skemmtilegt. Kannski get ég bara spilað við þjálfarnn ef enginn annar vill spila við manneskju með mitt vaxtarlag og þrek… Hef sko svoldlar áhyggjur af því – hörmungarhyggjan veldur því að ég er búin að ákveða það að enginn vill spila við fitubolluna mig! Sigh – en stelpurnar hafa nú skammað mig fyrir þann hugsanagang.

Ég hef misst 4,8 kg síðan ég kom á Reykjalund sem er 4,8 kílóum meira en ég missti allt síðasta ár! Þannig að ég er komin í plús nú þegar! Enda er þetta bara draumaaðstaða – matur sem er hollari en allt sem er hollt og svo bara ávextir á kvöldin.

Verst hvað mér er innilega illt undir hælnum… annað er eiginlega ekki að mér orðið! Þannig lagað enda hvað þarf svo sem alltaf eitthvað að vera að manni!

Hafið það gott elskurnar og heyrumst næst þegar ég á dauða stund!

4 athugasemdir á “Lífið gengur sinn vanagang

  1. Mér þykir yndislegt að heyra í þér svona high on life! Óska þér áframhaldandi góðs gengis – hugsa til þín oft á dag!Ásta

    Líkar við

Skildu eftir svar við Steinunn Elsa Bjarnadóttir Hætta við svar