Ja hérna bara kominn þriðjudagur í öðruveldi

Jæja gott fólk nú er eitt og annað að frétt og allt gott. Eitt af því er það að mér hefur verið sagt að hætta að hafa áhyggjur… gott plan. Næstum óhugsandi en það gæti verið markmið – það var svo sem líka óhugsandi að missa þessi kíló og halda þeim í burtu. Er samt að missa fleiri og halda hinum í burtu. Svo maður getur eitt og annað líklega og kannski. Áreiðanlega jafnvel.

En sem sagt fréttir af mér til minnis:

Æðarnar mínar í kringum hjartað eru eins og í ungabarni. Ekki nokkurn hlut þar að sjá hvorki kölkun eða eitthvað annað sem ég veit ekki hvað er – kannski er kölkun bara það sama og fitusöfnun innan í æðirnar en hvort heldur sem þetta er sami hluturinn eður ei þá er þetta tvennt ekki til staðar nema síður sé. Það var samt mjög lærdómsríkt að halda eða vona að maður sé EKKI hjartasjúklingur í hálfan mánuð. Það á að vísu ekki sérlega vel við hörmungarhyggjumanneskjuna mig því maður svona íhugra það við og við að dauðinn sé handan við hornið ;-). En það sem sagt er ekkert að mínum æðum – það náðust mjög góðar myndir því litla hjartað mitt slær nú bara ekki nema endrum og sinnum á þessum betablokkurum sem ég er að eta.

Ég er nú að vona að ég þurfi ekki að vera lengi á þeim því úff púff – hjartað dælir 45 sinnum á mínutu – nú eða svona upp í 60 á miðað við að þegar ég er ekki á þessu lyfi þá er púlsinn minn um 70 til eða frá um 5. Þannig að þegar mín hamast eins og rjúpan við staurinn til dæmis að synda – þá svona bifast hjartað mitt í um 70 – 80 80 en væri um 105 – 110 vanalega – sama er um alla aðra hreyfingu – það er búið að kýla það niður um 25 slög á mínútu og það munar nú um minna enda er ég alveg eins og kýldur lundi – næ varla nokkrum krafti út úr mínum vöðvum fyrir svo utan það að blóðþrýstingurinn er lægri en nokkru sinni – púff þannig að það skýrir nú út hvers vegna ég er ekki alveg að ná topp árangri ;-).

En ég paufast nú samt – í gær var ég á hreyfingu í fjóra tíma og þar á milli að geysast á milli staða og upp og niður stiga. Ég hef held ég aldrei hreyft mig eins mikið nokkurn dag í skipulagðri hreyfingu eins og einn góður sjúkraþjálfari nefnir það.

Ég er fer ekki í göngu heldur syndi og svo fann ég þessa frábæru stigvél eins og í Styrk hér upp í tækjasal og mín er nú aldeilis búin að heimsækja hana – komin upp í 12 mínútur strax á öðrum degi og svitna eins og gosbrunnur. En aftur – of erfitt því ég næ ekki nægilegum sprengikrafti svo þetta er dútl á mér þannig lagað.

En þetta er sem sagt tóm sæla – ég er alveg að verða búin að fatta hvernig ég næ sambandi við starfsfólk hér því ég verð að eiga umræður um allt sem ég geri annars bara lek ég út í loftið.

Það er smá vandamál með námið ég er búin að týna lykilorðinu einn góðan ganginn og svo vantar mig enn bókina en þetta er allt að koma – ég keyri bara á þetta af miklum krafti um helgina er það ekki bara?

En sem sagt allt prýðilegt að frétta af mér.

Já og ekki má gleyma því að konan er 2,6 kg léttari en hún var á mánuadaginn var – það er allnokkuð og eiginlega svo fáránleg tala að ég trúi henni ekki. En hvað um það – mataræðið er náttúrulega guðdómlegt hérna – og verður vonandi innblástur þegar heim er komið.

Bestu kveðjur frá sunddrottningunni Ingveldi

7 athugasemdir á “Ja hérna bara kominn þriðjudagur í öðruveldi

  1. Frábærar fréttir Inga mín. Dáist að því hvað þú ert dugleg að synda – man ekki hvenær ég fór síðast ofan í sundlaug 😉kk erla

    Líkar við

  2. Sé enn eftir að hafa ekki bara farið með þér í bæinn og æft sund eins og þú stakkst upp á við mig þar sem við sátum í 7. bekk í rólunum á Ljósafossi en þá vildi ég alls ekki fara í bæinn… eða kannski bara þorði ég ekki. Nú eða kannski var ekki pláss á Rauðalæknum. Hef samt á tilfinningunni að éf ég hefði nú farið að æfa sund með Erlu perlu þá hefðu hlutirnir orðið eitthvað öðruvísi ;-). Takk fyrir kveðjurnar stelpur – les þau oft og iðulega og lifna öll innra með mér 😉

    Líkar við

  3. Frábærar fréttir.Þú átt alveg eftir að rúlla yfir alla hina 😉 -2,4 kg á viku er bara glæsilegt Kv Haddý Jóna

    Líkar við

Færðu inn athugasemd