Dagur 4 og enn á fótum

Jæja þá er nú lífið að falla í ljúfa löð – við erum búin að fara í gegnum alla tímana sem við verðum í, í hverri viku. Búin að fara í tækjasalinn, búin að fara í sundlaugina og vitum hvað við eigum að gera þar, nú og svo eru fundir og fræðsla og svona eitt og annað sem fjallað er um.

Í dag hef ég ekki þurft að ganga neitt – enda segir göngumælirinn sem ég er komin með að ég sé bara búin að ganga 4000 skref af þeim 10 þúsundum sem ég ætti að vera búin að ganga þegar ég fer að sofa. Þið vitið það þá 10000 skref á dag er svona fínt! Dísuss

En inni þessu er nú ekki ein sundleikfimi og ekki 1000 metrarnir sem ég synti né heldur telur tækjasalurinn mikið… En svona er þetta nú bara. Maður veit þá hvað til síns friðar heyrir!

Eg var að drepast úr kvefi í gærkveldi og nótt en vonandi er ég að skána og á morgun er það hjartaómsoðunin -mér finnst það svoldið óraunverulegt bara svei mér þá…

En sáli hughreysti mig nú svoldið og var voða góður við mig og ég er ekki eins kvíðin – en það hafa svo sem læknar ekki gert – það er eins og þetta sé bara ekkert mál.

4 athugasemdir á “Dagur 4 og enn á fótum

  1. Ég sendi þér baráttukveðjur!!! Þetta er greinilega strembið prógramm en þú hetja stendur þig frábærlega. Mér finnst þú svo dugleg!Knús og kossar frá aðdáanda þínumVillueir ps. er ég nokkuð of væmin 😉

    Líkar við

  2. Vá ég fer í hálfgerða andnauð, bæði yfir því hvað þetta er stíft prógramm og svo aðdáun yfir því hvað þú ert dugleg. Sé þig alveg fyrir mér arka þarna um allt og taka þetta allt saman í nefið. Smá mótþróaþrjóskuröskun er nú allt í lagi með. Þeir verða nú aðeins að vinna fyrir kaupinu sínu þarna. Ætli þeir átti sig ekki á því hversu viðkvæmt blóm þú ert í raun. Jæja ég segi og meina „Húrra fyrir þér“ ! Dísa systir

    Líkar við

  3. Takk elskurnar – Aldrei hægt að vera væmin þegar ég á í hlut og hreint ekki þessi dagana ;-). Ég var að synda í gær og þá sagði ein sem flýgur um allt í göngu – vá mikið syndir þú vel. Ég vildi að ég væri svona góð að synda. Ég hefði getað kysst hana og knúsað í kaf! Mér finnst ég svo mikill auli því ég er svo léleg í göngunni og langar svo lítið í hana eitthvað og verð öll þversum yfir því hvað ég er skítlélg til gangs og á svona ægilega erfitt með að sætta mig við það – en hví ekki að gleðjast yfir því sem maður getur: Ég get synt já og lyft í salnum. …og hóstað, mjög góð í því

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar