Reykjalundur dagur þrjú

Nú jæja – mín er nú svooooldið mikið kvefuð það verður að segjast eins og er. Hóst hóst og mikið slím úff púff og svefninn eftir því. En ég er nú með alls konar púst og halstöflur og læt þetta ekki stoppa mig mikið en ég er nú ekki alveg upp á mitt besta – hef reyndar komist að því eftir nokkra íhugun að það er bara svoldið síðan ég var upp á mitt besta svei mér þá… amk er líkamlegt atgervi Ingveldar miklu verra en fyrir hálfu ári síðan. Enda æfingarnar ekki verið eins miklar og góðar. Tilviljanakenndari kannski.

Nú á mánudagskvöld var ég svo þreytt og illt í fótunum mínum að ég hefði ekki grátið það þó ég þyrfti að vera í rúminu það sem eftir væri. Ég fann svo til framan á leggjunum, ristunum og hásininni og einhverju þarna í kringum ökklana að ég bara hélt ég myndi aldrei ganga framar.

Ég þeyttist hér um líka fyrsta dagin, týnd og ráðvillt, aldrei almennilega klár á hvað ég væri að gera og hvað ég ætti að gera næst – sem eins og fólki er kunnugt á ekki sérlega vel við mína…. og kannski var brekkugöngutúirinn svona í það mesta fyrir mína!

Meira að segja heitur pottur náði ekki úr mér sperringnum. Ég sofnaði svo fyrir allar aldir og svaf lítið því maður þarf að hósta mjög mikið þegar maður er kvefaður fyrir nú utan hvað það er mikilvægt að vera alltaf á klósettinu á nóttunni! Jamm… Ég var því ekki sérlega vel upplögð þegar

Reykjalundur dagur tvö rann upp…

Ég byrjaði nú samt á því að fara og synda 1000 metrana og teygja mig og sveigja í lauginni og teygja mig svo svoldið meira í heita pottinum. Áskaplega notalegt nema hvað súrefnisupptakan var ekki alveg upp á það besta. En það var stolt kona sem lagði land undir fót út í Oddshús en þar bý ég en mæti ég þá ekki hjúkkunni sem var komin með plan frá sjúkraþjálfaranum sem ég hitti á mánudaginn. Þá átti ég að vera í stafagöngu þá hina sömu mínútu og ég bara hneig niður af vanmætti. Ekki var nú nóg með að kvefaða konan hafði alveg fengið nóg í lauginni þá fannst henni svoooooldið spes að vera sett 7 sinnum á fimm dögum í göngu þegar hún tók það sérstaklega fram að ganga væri algjörlega það versta sem hún gerði…. Ég held ég þurfi að lýsa þessum fótaverkjum mínum eitthvað nánar og nota jafnvel enn gildishlaðnari orð…

Þannig að aumingja litla sérhlífna Inga þurfti nú að eyða deginum í það að vorkenna sér þetta óréttlæti heimsins úff púff bara. Hún fór nú samt ekkert í þennan gönguhóp eftir hádegið – enda og ég árétta það enn – mjög kvefuð kona. Ég fór í staðinn og hjólaði (ekki mjög góð og fín hjólin hérna – en venjast) og tók svo fótaæfingar á gólfi sem var mjög skemmtilegt að sjá að ég gat enn þó það væri svoldið erfitt á köflum.

Reykjalundur dagur þrjú 😉

Í morgun fór ég í 15 herða og hálsæfingar – ægilega gott og mjög nauðsynlegt jamm… drepast úr vöðvabólgu eins og vant er.

Núna klukkan 10 er ég síðan að fara í vatnsleikfimi – víhí – veit og kann það, eftir hádegi er svo klst í sal í einverjum spaðatíma – t.d. badminton (ætla nú að taka svolítið af verkjatöflum fyrir þá lotu og svo þessi blessaða ganga sem ég er viss um að ég geti ekki og deyi á leiðinni þó ég sé bara í einhverjum hóp sem á að henta manni…. úff púff ég er svoldið neikvæð út í þessar göngur – er eiginlega í smá mótþróaþrjóskuröskunarkasti…. en auðvitað get ég gengið með hópnum en ég bara veit að 40 mín ganga eftir klukkutíma í badminton er svoooooldið erfitt ég meina það….

Í o hópunum er varla nokkur maður í minni stærð ég er langsamlega feitasta manneskjan hérna og klárlega langfeitasta konan það munar mörgum mörum kílóa sem væri vel hægt að telja í tugum. Þannig að líklega hefði ég átt að grípa inn í eitthvað fyrr….

Kannski að Baldur hafi bara haft rétt fyrir sér… ég hafi raunverulega þurft að gera eitthvað í mínum málum. Blessaður drengurinn… Það þyrftu fleiri fitubollur að fá svona Baldra í hausinn á sér – en kannski gera þær það en gera bara ekkert með það sem þeir segja við þær – eða gefast upp einhvers staðar á leiðinni – og ekki er ég nú hissa á því.

Jæja framundan er prógramm alveg til 18:00 af fjölbreytilegustu gerð (enn svoldið skelkuð útaf þessu þarna göngudæmi…) Oh leiðinlegt að vera viss um að geta ekki neitt í neinu…

En reyni að taka jákvæðnina á þetta…

1 athugasemd á “Reykjalundur dagur þrjú

  1. Vá þetta er hörkupúl jafnvel fyrir fullhrausta manneskju að lesa þessa dagskrá. Verst með óþokkans kvefið. En Þú átt sko eftir að spjara þig í gegnum þetta Inga mín.Knús Haddý Jóna

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar