…eða líf mitt og fésbókin – eða líf mitt rúmast á fésbókinni – ja maður veit bara ekki lengur hvort er!.
En mín er nú búin að fara að synda og ég synti skoho 800 metra og fékk ekki hjartaáfall eða neitt þrátt fyrir að trúa því staðfastlega að ýmsir verkir og stingir hafi áreiðanlega verið vegna meintra þrenginga í einhverri æði! En maður kemst nú í gegnum svoleiðis.
það passar annars fínt – ég ætlaði að synda á hverjum degi fram að Reykjalundi og þá er laugin hér lokuð á morgun ;-). En kannski verður hitastigið í lagi á Borg – ég verð hvort sem er að vinna allan daginn á morgun.
ÉG var í skólanum í dag – náminu og það var ótrúlega gaman. Við fengum fína svörun á námsmatsmöppuna sem ég sýndi þar en ég er í áfanga um námsmat. Vooooðalega óskaplega skemmtilegt.
Og ég er að kafna ég er svo montin af sundinu… Bara svo það sé á hreinu þá er ég enn líkamsræktartröll!!!
<>your blog is very nice……<>
Líkar viðLíkar við