Fullt að gerast um helgina

… búin að taka til hér og þar og flokka og pakka og bera á tekkolíu hugsa um smákökurbakstur og hvíla mig pínu og hafa áhyggjur af því að ég hafi í raun og veru ekki tíma til að gera allt sem ég þarf að gera – en ég ræð nú við þetta.

En ég verð að fara að skrifa matardagbók annars verð ég hengd steikt og soðin á miðvikudag.

Föstudagur

…og ekkert jólaglögg eins og til stóð að hafa. Ég hef frestað því um viku og kann því bara vel ;-). Nú tek ég helgina í að baka pönnukökur fyrir hann Böðvar minn heitinn á Efri Brú – nágranna minn til margra ára og faðir skólabræðra minna. Svo ætla ég að taka til og taka til og taka til og koma húsinu mínu í jólaskap. Það verður nú svei mér skemmtilegt.

Ég komst að því í gær að það skilar sér að æfa – ég var raunverulega í hörkuformi því ég var svo þreytt eftir blakæfinguna í gær að ég hef aldrei lent í öðru eins held ég bara – ég var alveg að örmagnast þó ég hefði nú haldið áfram og látið á engu bera. En sem kunnugt er þá hef ég ekki verið sérlega dugleg í ræktinni undanfarið heldur látið morgungöngurnar duga. Og ég fann það á þolilnu í gær – það er nefnilega svoldið að koma 140 kg manneskju í gegnum 90 mín blakæfingu og vera á iði allan tímann því það er jú það sem ég geri- stíg hliðar saman hliðar ef ekki vill betur.

Ég fór síðan í pottin teygði mig og reygði en það dugði skammt – því ó nótt þá fékk ég svo rosalega verki í ristarnar og framan sköflungana (í beinhimnubólguunni sem sagt) að ég hélt ég myndi drepast guð minn góður. Palli vaknaði sem betur fer og náði í baunapoka og með því að kæla á mér lappirnar þá lagaðist þetta smám saman – úff ég hef ekki lent í öðru eins nema bara í fæðingu sonar míns sem er að verða 18 ára á morgun. Óbærilegt satt að segja fyrir svona aula eins og mig….

Ég er búin að taka til á kennaraborðinu mínu og ég veit hvar allt er. Undanfarið hef ég ekki vitað hvar neitt er og gleymt öllu og öllu. En nú er sem sagt fínt á kennaraborðinu mínu. Ó já. Ekki slæmt.

Ég ætti síðan að synda í dag og slíkt – er hrædd um að ég geri það ekki…. þarf að ná í grein fyrir óróana mína og svoleiðis nokkuð og svo eru ægilega mörg verkefni sem bíða – en sunnudagurinn er alltaf til þess að hlaupa upp á… því nú er ég komin á skrið – hjólaði í gær og hjólaði í fyrradag – þó það séu bara 10 mín þá er það samt það – nú og svo mogga gangan náttúrulega. Allt í þessu fína.

Frádregið í augnablikinu

Ég hef stundum lýst ástandinu á minni þannig að suma daga – kannski fleiri en hina er eins og það sé búið að draga frá – Ég sé úr augunum út. Já það var þá svona sem veröldin snýr.

Ég hef ekki hugmynd um það hvernig ég á að koma húsinu í stand þannig að það sé hægt að taka á móti fólki hér á föstudaginn en mér er eiginlega alveg saman. Það alversta sem gerðist væri að ég segði að ég gæti ekki tekið á móti fólki fyrr en á mánudag eða eitthvað. Sem væri reyndar svolítið sniðugt. Það er ekki einu sinni sérlega hættulegt.

Ég verð svolítið þreytt á því þegar ég kem heim að hreinsa upp hundahland eftir herra Bjart þannig að það fer að verða fotgangsatriði að hafa hann í forstofunni. Þetta gengur náttúrulega ekki að hundurinn mígi hér allt út í stofunni – reyndar ætti ég að banna honum að vera í stofunni…. Venja hann af því að halda að hann ráði þar öllu.

Mig langar annars til að benda ykkur á kertin frá tofraljos.com – gjörsamlega dásamleg kerti. Ég hef verið að brenna kerti sem er með greniilm og nú er ég með eplakerti – oh my god það er svo góð lykt af þeim og svo endast þau endalaust. Frábær vara. Góð til gjafa og dekurs fyrir sig sjálfa.

Það var mikil rigning í morgun og hæfilegt rok með í morgun þegar við fórum með Moggann og ég var í þrennum buxum og tvennum legghlífum – en eftir að ég fór að vera í tvennum hlífum er mér ekki nærri eins illt í beinhimnubólgunni minni en hún er helvíta slæm samt.

Ég fór annars í kálfanudd og nálar við þeirri sömu beinhimnubólgu og ég náði að hjóla svolítið áður en ég fór inn til Baldurs en það er í fyrsta sinn sem ég hef rausnast til þess að hreyfa mig eitthvað aukalega í áreiðanlega 3 vikur eða guð má vita hvað. en þetta var ægilega dásamlegt og gott. Ég kemst aftur á hreyfingabrautina – mér líkar að minnsta kosti ekki hin sem ég lufsast eftir núna en ég skil ekki alveg hvernig ég hafði (hef) tíma í hreyfingaprógrammið – þvílík harka mar…

Hörkutól hún Inga litla.

Ó já…

Björgvin segðu nú bara af þér

…það er eiginlega kominn tími á að viðurkenna bara að það sé verið að hafa mann að fífli og láta hin raunveruleg fífl bara heyra það. Það er varla hægt að vera ráðherra og segja sinkt og heilagt að manni sé ekkert sagt og varla sé hægt að ætlast til að maður ábyrgist eitthvað sem maður viti bara ekkert um. Nei þá er nú betra að stíga til hliðar og koma þess sterkari inn. Þú ert ungur maður Björgvin minn og hinn ágætasti drengur en nú er komið nóg. Látið fíflin bara taka til eftir sig sjálf.

En nú fer önnum mínum að ljúka og ég að komast til botns í öllu og þar með hreyfi ég mig áreiðanlega afar mikið á næstu dögum. Morgungangan er farin heldur rösklegar þar sem fætur eru ekki alveg hreint að drepa mig – ég á að mæta í sjúkraþjálfun á morgun og ég ætla að mæta 30 mín fyrr og hjóla. Þetta verður allt í lagi – ég er ekkert að gefast upp. Var bara svo þreytt. Aðeins að vasast í of mörgu – er búin að átta mig á þessu öllu 😉

Var að muna…

Að ég á að halda aðventutölu á laugarvatni annað kvöld – hefði kannski átt að vera búin að semja hana…

Sérstaklega ef ég ætla að fara í hreyfingu á morgun …

Oh my god ég hef svo mikið að gera og geri svo ekki neitt – þetta er rosalegt….

Ég var búin að lofa mér því að fara í sund í dag – en nei – nennti því ekki.

Stórkostlegar umbætur fyrirsjáanlegar á morgun.

kveðja Ingveldur

Nenni ekki neinu

og finnst því að ég eigi að láta það eftir mér…
Ég læt hvort sem er allt eftir mér – alltaf…. amk oftast.

Nenni ekki í blak, nenni ekki í sund, nenni ekki, nenni ekki, nenni ekki neinu nema fara heim að skreyta og vinna í handavinnunni. Jamm…

En maður þarf jú að gera fleira en það sem gott þykir….

OG ÉG VERÐ AÐ KOMA HREYFINGAÁÆTLUN Á REKSPÖL

Sé ekki úr augunum út

Ég er að reyna að koma lífi mínu í eitthvað skipulag. Hætta að koma heim klukkan 6 og 7 alla daga og vinna um helgar og vesenast út í hið óendanlega… Setti niður skipulag í dag og viti menn – ég hef svo mikið að gera að ég á aldrei eftir að geta föndrað neitt eða hugsað um jólaundirbúning af neinu viti ég segi það satt…

Og samt kemst ég ekki yfir neitt og allt er í voða og vitleysu.

Ég sé ekki úr augunum út…

Er heilu kíló þyngri en ég var 29. okt og hélt þó ég hefði lést þessi býsn. Gaman að því – en skítt með það. Næstum erfiðasti mánuður ársins og síðustu 10 ára liðinn svo ég held mig við að vera sæmilega ánægð með það…

Var hjá sála í dag. Erfitt… verð svoldið lengi að bíta úr nálinni með það…

Sigh …

Vildi að ég gæti bara verið heima í tvo daga en þá fékk ég kvefskítinn um helgi svo það er úti.

En ég á amk nýtt rúm – og það er ískalt… þarf að læra að hitastilla herbergið rétt vegna þess… en það ætlar að koma vel út. En ósköp er ég uppgefin og uppgefin og uppgefin.