Ég hef stundum lýst ástandinu á minni þannig að suma daga – kannski fleiri en hina er eins og það sé búið að draga frá – Ég sé úr augunum út. Já það var þá svona sem veröldin snýr.
Ég hef ekki hugmynd um það hvernig ég á að koma húsinu í stand þannig að það sé hægt að taka á móti fólki hér á föstudaginn en mér er eiginlega alveg saman. Það alversta sem gerðist væri að ég segði að ég gæti ekki tekið á móti fólki fyrr en á mánudag eða eitthvað. Sem væri reyndar svolítið sniðugt. Það er ekki einu sinni sérlega hættulegt.
Ég verð svolítið þreytt á því þegar ég kem heim að hreinsa upp hundahland eftir herra Bjart þannig að það fer að verða fotgangsatriði að hafa hann í forstofunni. Þetta gengur náttúrulega ekki að hundurinn mígi hér allt út í stofunni – reyndar ætti ég að banna honum að vera í stofunni…. Venja hann af því að halda að hann ráði þar öllu.
Mig langar annars til að benda ykkur á kertin frá tofraljos.com – gjörsamlega dásamleg kerti. Ég hef verið að brenna kerti sem er með greniilm og nú er ég með eplakerti – oh my god það er svo góð lykt af þeim og svo endast þau endalaust. Frábær vara. Góð til gjafa og dekurs fyrir sig sjálfa.
Það var mikil rigning í morgun og hæfilegt rok með í morgun þegar við fórum með Moggann og ég var í þrennum buxum og tvennum legghlífum – en eftir að ég fór að vera í tvennum hlífum er mér ekki nærri eins illt í beinhimnubólgunni minni en hún er helvíta slæm samt.
Ég fór annars í kálfanudd og nálar við þeirri sömu beinhimnubólgu og ég náði að hjóla svolítið áður en ég fór inn til Baldurs en það er í fyrsta sinn sem ég hef rausnast til þess að hreyfa mig eitthvað aukalega í áreiðanlega 3 vikur eða guð má vita hvað. en þetta var ægilega dásamlegt og gott. Ég kemst aftur á hreyfingabrautina – mér líkar að minnsta kosti ekki hin sem ég lufsast eftir núna en ég skil ekki alveg hvernig ég hafði (hef) tíma í hreyfingaprógrammið – þvílík harka mar…
Hörkutól hún Inga litla.
Ó já…