Ég sit nú bara og græt yfir Spánarleiknum frá ÓL í sumar. Mikið óskaplega sem mér finnst þetta frábært með þetta silfur.
Og svo nenni ég alls ekki að horfa á Kryddsild – æ ég er eiginlega alveg komin með nóg. Bæði af mótmælendum sem eyðileggja eigur annrarra og þessum stjórnmálamönnum. Ég verð bara hrædd af vita af þessum ólátum og ofbeldi. Hefði verið miklu flottara að mótmæla í friði þarna fyrir utan -láta finna fyrir slagkraftinum. Fuss og svei – og skamm. En ég vil að mótmæli séu og var jafnvel að hugsa um að fara en ég vil nú ekki vera með í svona. Kannski hefði ég aldrei farið hvort sem er…Nú vil ég bara nýtt fólk og kosningar. Alla út og bara hreinsum út – nýtt fólk ný stefna. Það er svo bara hægt að byrja upp á nýtt fyrir þá sem hafa stjórnað síðustu 17 ár.
Verið menn að meiru