En fyrst er nú líklega smá sundferð. Ég ætti endilega að hreyfa mig svolítið í dag – kannski bara að hjóla svolítið það er gaman líka – ég held það sé eins hlýtt og í gær svei mér þá en þá var sex stiga hiti. …sem minnir mig á það – ætli það sé í lagi með bremsurnar á hjólinu mínu… já og ætli ég viti hvar hjálmurinn minn er híhí. Allt í vitleysu hvað ætli maður eigi von á því að það sé hjólaveður í desember.
…það er meira hvað Animal planet er skemmtileg! Nú er verið að segja frá fullum ferret – sem ég man náttúrulega ekki hvað er á íslensku. honum hafði verið hent í flöskugám og hann hafði ekkert að drekka nema bjór greyið. Tók hann þrjá daga að ná þessu out of his system ;-). Greyið litla.
Í gærkveldi höfðum við einn besta mat sem ég hef bragðað – hátíðarlæri frá SS – léttreykt með berjum – ju minn góði hvað það var gott. Ég mæli með þessu fullkomlega sem einum besa veislurétti sem ég veit. Gaman og óvænt – ég bjóst ekki við að þetta væri svona gott.
Nú jæja… Einhver gáfuleg hugsun… varla.
Þær gleymast amk ótrúlega fljótt.
En ég veit að ég þarf að hengja upp þvott… já og athuga þetta með hjólið. Ég fer svo ekki í bæinn fyrr en um 12 eða 13 svo ég hef nú tíma til að gera allt mögulegt.
Hæ skvís:)>>gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, svo er það bara útlilegan í byrjun sumars, brunum með vagnana okkar í sæluna:)>>knús á ykkur>Sædís
Líkar viðLíkar við