…það er eiginlega kominn tími á að viðurkenna bara að það sé verið að hafa mann að fífli og láta hin raunveruleg fífl bara heyra það. Það er varla hægt að vera ráðherra og segja sinkt og heilagt að manni sé ekkert sagt og varla sé hægt að ætlast til að maður ábyrgist eitthvað sem maður viti bara ekkert um. Nei þá er nú betra að stíga til hliðar og koma þess sterkari inn. Þú ert ungur maður Björgvin minn og hinn ágætasti drengur en nú er komið nóg. Látið fíflin bara taka til eftir sig sjálf.
En nú fer önnum mínum að ljúka og ég að komast til botns í öllu og þar með hreyfi ég mig áreiðanlega afar mikið á næstu dögum. Morgungangan er farin heldur rösklegar þar sem fætur eru ekki alveg hreint að drepa mig – ég á að mæta í sjúkraþjálfun á morgun og ég ætla að mæta 30 mín fyrr og hjóla. Þetta verður allt í lagi – ég er ekkert að gefast upp. Var bara svo þreytt. Aðeins að vasast í of mörgu – er búin að átta mig á þessu öllu 😉
Átta sig það er málið. Ég átta mig ekki á neinu. Skil ekki hvernig þú getur áttað þig heldur……….en þú ert seig og gefst ekki upp. Heyrðu Inga mín ég heyri í þér ´´a morgun. Ekki seinna !
Líkar viðLíkar við