Sé ekki úr augunum út

Ég er að reyna að koma lífi mínu í eitthvað skipulag. Hætta að koma heim klukkan 6 og 7 alla daga og vinna um helgar og vesenast út í hið óendanlega… Setti niður skipulag í dag og viti menn – ég hef svo mikið að gera að ég á aldrei eftir að geta föndrað neitt eða hugsað um jólaundirbúning af neinu viti ég segi það satt…

Og samt kemst ég ekki yfir neitt og allt er í voða og vitleysu.

Ég sé ekki úr augunum út…

Er heilu kíló þyngri en ég var 29. okt og hélt þó ég hefði lést þessi býsn. Gaman að því – en skítt með það. Næstum erfiðasti mánuður ársins og síðustu 10 ára liðinn svo ég held mig við að vera sæmilega ánægð með það…

Var hjá sála í dag. Erfitt… verð svoldið lengi að bíta úr nálinni með það…

Sigh …

Vildi að ég gæti bara verið heima í tvo daga en þá fékk ég kvefskítinn um helgi svo það er úti.

En ég á amk nýtt rúm – og það er ískalt… þarf að læra að hitastilla herbergið rétt vegna þess… en það ætlar að koma vel út. En ósköp er ég uppgefin og uppgefin og uppgefin.

2 athugasemdir á “Sé ekki úr augunum út

  1. Elsku Inga mín eitthvað kannast ég við konu sem vann alltaf langt fram á kvöld (fyrir nokkrum árum hehummm…)alla daga…og ætlaði sko að gera eitthvað í því hahaha…..Miss you, ég er að læra fer í próf í fyrramálið en svo er þetta að verða búið fyrir jól bara klára nokkur verkefni hjá Óla frænda þínum Odds.Við heyrumst vonandi fljótlega :o)Villa

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ingveldur Hætta við svar