Joy to the future

eða eitthvað svoleiðis hljómar úr geislaspilaranum. Merry Christmas everyone…  Inga pinga er búin að snúa húsinu sínu á hvolf.  Það er nú ekkert öðruvísi.  Alltaf svoleiðis þegar ég er að byrja að taka til – það þarf alveg að umbylta öllu – enda alltaf allt í drasli hér á þessum bæ- endalaust af bókadóti, föndurdrasli og guð má vita hverju…

En nú sem sagt er ég að vinna í mínu og Ragnheiðarherbergi.  Rútta þar til – flokka og setja á einhvern þann stað þar sem það mögulega getur verið kyrrt á fram yfir jól.  Heila málið er nú samt einfaldlega að ég er ekki með nægilegt pláss undir scrap dót, bútasaum, námsbækur, vinnudót og hvað þetta er allt saman sem ég þarf að hafa í kringum mig.  Meiri ruslurófan – tæturófa.  

Mér finnst ég nú vera að hressast af kvefinu – tók nefdropa í morgun og vúhú – það losað nú aldeilis um…skemmtileg.  En mín er óttalega máttlaus og léleg til verka.

Ég keypti lime-lit til að setja á borðstofuvefinn – hann var svo óttalega ótótlegur en kannski er þetta ekki alveg nógu vel valinn litur því það þarf svoldið mikið hvítt með honum og ég er nú svona meira í öðrum litum… en við sjáum til  – þetta verður Aldrei verra en það var – það er á hreinu.

En áfram gakk – þrifum svoldið meira.

1 athugasemd á “Joy to the future

Skildu eftir svar við Steinunn Elsa Bjarnadóttir Hætta við svar