Mamma, Inga og Palli

Það eru komin 17 ár síðan við Palli giftum okkur – við erum nú búin að vera í 23 ár saman – ég meina pælið í því – og hann er ennþá þessi asni sem ég kyssti þá ;-). Að það skuli vera hægt að segja að það séu 23 ár síðan eitthvað í mínu lífi – ja hérna hér.

Dagurinn var bjartur og fagur, yndislegir haustlitir. Þingvellir skörtuðu sínu fegursta. Séra Úlfar sem gifti okkar segist aldrei gleyma þessum degi slík var fegurð Þingvalla. Í ár sjáum við varla eitt einasta rautt laufblað, rok, rigning og svo til að toppa allt – snjór. Eiginlega alveg í stil við annað ;-).

Mamma hefði orðið 91 árs í dag. 9 ár síðan hún dó blessunin. Það er líka ótrúlegt hvað það er stutt síðan – hún er alltaf hjá mér alla daga. Allt um kring og umlykjandi. Ég skil ekki hvernig það er hægt að komast fram úr því að missa mömmu sína. Ég man að ég sat stundum og horfði út um gluggann á bílnum og virti fyrir mér fólkið vitandi að einhverjir þeirra höfðu einnig misst mömmu sína – og það sást ekki á þeim! Fólk breytist ekki hið ytra en verður varla samt hið innra. Mér finnst eiginlega alveg ómögulegt að eiga ekki mömmu og sæmt er líka að eiga engan pabba. Ég var rúmlega tvítug þegar pabbi dó og rúmlega þrítug þegar mamma dó. Ég þakka fyrir þau ár. Hvert og eitt einasta.

Takk fyrir árin með þér líka Palli minn!

1 athugasemd á “Mamma, Inga og Palli

  1. Til hamingju með daginn ykkar elskurnar.Sá dagur var jú vissulega mjög svo fallegur haustdagur. Við þessi yngstu af stóru systkinahópunum missum oft af því að eiga fullorðinsár með foreldrunum. Held samt að við meigum þakka fyrir að hafa þó fengið að verða fullorðin með mömmu og pabba.KnúsHaddý Jóna

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar