Inga, Polli og Villa

Líf mitt sem meistari mælinganna er með allra flóknasta móti. Villa er í bakpokanum mínum og ég þarf að muna eftir henni þegar ég fer út í mat í skólanum – og aftur til baka náttúrulega. Nú svo þarf að muna að setja hana aftur í bakpokann – og nota hana heima – og setja hana svo aftur í bakpokann. Nú svo má náttúrulega ekki gleyma bakpokanum á hvorum staðnum sem er – þá er nú allt í volli.

Nú svo er það hann Polli. Það þarf að muna eftir því hvar maður rífur úrið af sér – þoli nefnilega mjög illa allt sem kemur við mig – svo þarf að muna hvar ég reif af mér beltið við hann. Þegar þetta er allt saman fundið – gjarnan ekki byrjað að leita fyrr en á leiðinni út með blöðin – þá þarf að muna eftir því að bleyta nemana, velja rétta æfingu á Polla og ýta á start.

Í MORGUN GLEYMDI ÉG AÐ ÝTA Á START og þar með færast ekki til bókar um 1000 kaloríur! Dj… en maður má ekki láta slíkt skemma fyrir sér – þó óneitanlega sé óbærilegt að missa þær úr bókhaldinu!

Þetta er því meira en lítið flókið. Og er ég þó ekki búin að taka með í reikninginn að ég þarf actually að borða þessi ósköp af grænmeti kvölds og morgna og einbeita mér að því að vera staðföst í mataræðinu!

Í gær komu tvær kökur í skólann og það var snú svei mér girnilegur á þeim svipurinn. Nammi namm hefði ég nú einhvern tímann hugsað.

En ég fékk mér peru og horfði á dýrðina – auk súkkulaðiskálarinnar sem var þarna líka. ,,Já þetta getur orðið spennandi hugsaði ég með mér – hér á ég eftir að sitja í 20 mínútur og hverjar eru líkurnar á því að springa ekki á limminu og ég fái mér ekki eins og eina kökusneið? Litlar satt að segja var svarað um hæl!“ En þá tók rök staðföstu Ingu við:

,,Þú gast hangið á ógeðstækinu miklu lengur en nokkrum manni var mögulegt af þinni stærð og gerð – þér leiddist stundum, vildir hætta, gefast upp – en áfram hélstu þar til þú varst komin í 20 mínúturnar. Nú er bara að gera eins. Það er að halda þetta út því þú ert búin að ákveða hvað þú ætlar að gera!“

Svo mín lét kökuna vera, bæði í morgunkaffinu, hádeginu, seinni partinn og í kaffinu í dag! Og hafði ekki einu sinni neitt sérlega mikið fyrir því. En ég svona vissi af þeim þarna á borðinu.

Í tilefni alls annars en þessa, – langaði mig að gera mér dagamun – það er smá hátíðarstemmning í minni – viss áfangi að baki og gaman að halda upp á hann – var komin of seint heim til að fara í bíó og mig langað að gleðja karlana mína með góðum mat.

En við ákváðum að elda eitthvað skynsamlegt og fá okkur bara franskar með því til hátíðarbrigða. Heyrið þið mig voru þá ekki franskarnar svo vondar að mig langaði ekki einu sinni í þær og ég bara henti þeim! Og þó ég hafi borðað þær nokkrar þá boy oh boy var ég stolt af minni. 300 gr af grænmeti og 170 gr kjöt fór bara niður og hana nú.

Mataræðið gengur sem sagt afbragðs vel og ég virðist vera á góðri leið með að fækka hitaeiningum á dag um 600 – 800 kaloríur -ég meina það.

Smá svigrúm sem sagt sem virðist hafa verið í mataræðinu þrátt fyrir allt ;-).

En það vantar ennþá sundið inn á þriðjudögum. Í dag og í gær var ég að tala við foreldra og ég var ekki komin heim fyrr en um 20 í gær en aðeins fyrr í dag. Ég þarf að skrúfa mig eitthvað niður. Jamm ;-).

En gaman að því hve mataræðið gengur vel – vonandi held ég það bara út að breyta mér til frambúðar.

Það er svo einfalt að vera á beina veginum – það er bara stundum svolítið erfitt að komast upp á hann og halda sér svo á honum suma daga. En ég er á hraðbraut núna. Þetta liggur marflatt fyrir framan mig – og ég meira að segja gat sleppt frönskunum ;-).

2 athugasemdir á “Inga, Polli og Villa

Færðu inn athugasemd