Hmmm…. auglýsingaherferð!

…ég er greinilega alveg að missa tökin á gestum mínum. Það bara er ekkert að gerast og fylgið hrynur af mér! Það er að fara fyrir mér eins og Framsóknarflokknum! Ég er kannski álíka gáfuleg…

Broskarlarnir mínir og fattið mitt virðist ekki hafa náð að auka heimsóknir neitt 😉

Eins og mér finnst það merkilegt! Ég meina þetta er kannski breakthrough moment. Ég meina fatt er sko ekkert smá! Það er ekki bara að fatta það er sko að tileinka sér verða og ætla og skilja og allt! Alveg þess virði að koma fjórum sinnum aukalega á síðuna vegna þessa.

Ég hef verið á námsstefnu Flatar – samtaka stærðfræðikennara. Mjög skemmtilegt og ákaflega spennandi. Voðalega gaman að kenna stærðfræði.

…ég sakna Sunnulækjarskóla mjög mikið – skólans sem ég var í og fólksins. Það var ansi margt sniðugt hægt að gera en annað var kannski aðeins of eriftt. Annars þarf ég að fara í heimsókn þangað bráðum. Annað gengur ekki. Þarf að fá eitthvað leyfi til þess.

Nú jæja – kennaraþing á fimmtudegi með fínum mat um kvöldið en Inga stóð sig vel og fékk sér engan desert en borðaði brauð með súpunni. Í partýinu á undan matnum var sko alls konar jummilaði og ég fékk mér hreint ekkert svoleiðis – það er sko ekkert annað! Og í gær var annar hátíðarkvöldverður Hjá Fleti og hún Inga fékk sér sko ekki heldur desertinn þá – ó nei! En ég drakk held ég heilan lítra af Blush…vona að það skemmi ekki alveg fyrir léttingnum.

Og í dag og í gær þá var alls konar súkkulaði í boði og vínarbrauð og konan fékk sko ekkert af því heldur! Þannig að ég hef staðið mig vel í mataræðinu. Hreyfing er hins vegar ekki önnur en blaðburðurinn þessa viku – við sjáum til hvort ég syndi á morgun, en annars verður þetta bara að duga, þetta er ekki búin að vera nein venjulega vika – fjúkket hvað hefur verið mikið að gera.

Og já – ég er komin með augabrúnir og bikasvart hár á ný ;-). Já og ég er alveg við þ að að vera komin með kalkúnaháls. Dísuss ég er sko alveg að verða gömul og skorpin. En það er nú líklega bara sjálfsagt og dásamlegt.

4 athugasemdir á “Hmmm…. auglýsingaherferð!

  1. Halló dúllan mín. Ég skoðaði broskallana og fattið í gær en dóninn ég fattaði ekki að kvitta 😉Dísus hvað þú ert að taka fast á mataræðinu stelpa. Ég þarf nú að fara að gera ferð austur fyrir fjall og kíkja á þig í leiðinni, það er að segja það sem eftir er af þér skvísa 😉SkagakveðjurHaddý Jóna

    Líkar við

  2. Kvitt og aðdáun Inga mín duglega. Nú er komið að hittingi og verður gaman að sjá þig svona skvísulega 😉knús, Erla

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ingveldur Hætta við svar