Úff mistök með vigtina

Jæja föstudagurinn var nú ekki alveg minn dagur. Ég var æst, illa upplögð, þreytt og áhyggjufull út af öllu mögulegu! Fór samt að synda pínu lítið – því það er jú á æfingaáætluninni – geystist svo á Selfoss, sótt vigt sem næði að bera mig, fór í sjúkraþjálfun, afhenti matardagbók og steig á vigtina án þess að kíkja!

Þegar ég ætlaði að taka hana saman – þá bara stóð helv… talan enn á vigtinni og hún var skoho ekki falleg! Í fyrstu bara trúði ég henni ekki og ákvað að beita töfrum og þykjast ekkert hafa séð! Gleyma þessu – þetta væri bara bull tala hvort sem er en það gekk ekki vel og þegar heim var komið helltist skömmin yfir – reiðin yfir að mistakast allt og vera ekki að standa mig í neinu – því eins og ég hef sagt þá einhvern veginn hef ég skipað vigtina dómara yfir lífi mínu. Ef hún er góð þá er ég góð á flestum sviðum.

Þar sem ég sat þarna í algjöru rusli og ömurleikinn helltist yfir mig í stórum gusum reyndi ég að rifja allt það upp sem mögulega gæti hjálpað mér. Hvað kennir OA, hvar kemur æðri máttur inn – er hægt að sleppa tökunum og treysta? Treysta því að með því að vera æðrulaus og aumjúk þá geti maður sleppt tökunum og treyst að hlutirnir á amk sæmilegasta veg?

Það væri jafnvel hægt að biðja – biðja um að óttinn vonbrigðin og svekkelsið sé tekið frá manni og æðruleysið verði ráðandi. Jamm ég reyndi allt þetta. Og á endanum eftir nokkrar klukkustundir var ég orðin sæmilega róleg – sátt við matardagbókina, hreyfinguna og tilbúin að vinna áfram í trausti þess að ég sé að gera það sem ég get. Stundum gengur vel og stundum gengur verr – og þannig verður það alltaf.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hversu gáfulegt það sé að fara í þennan sónar á hnénu – láta lækni segja mér að ég sé of feit og ekki við öðru að búast en ég finni til! Ekkert hægt að gera og bla bla bla… En sjúkraþjálfarinn segir að ég eigi að fá greininguna, svo spili ég bara með í leikritinu – Inga þú ert of þung! og jafnvel sýnast undrandi við fréttirnar ;-). Híhí það hljómar svoldið vel.

Ég og Palli fórum á hjólinu að bera út seinni partinn í gær og þannig verður þetta ágætis hreyfing – í vondu veðri er alveg hægt að fara á bílnum bæði á laugardagseftirmiðdögum og á mánudagsmorgum – annars er hjólið fínt. Hitaeiningarnar hrúgast inn hjá Polla en hann hefur ekki átt stað í hjarta mínu undanfarið – jafnvel verið að hugsa um að nota hann en ég ætla nú að halda sambandinu áfram við hann -).

Ég er hrædd um að ég verði að fara að vinna í dag – ég fer á trúnaðamannanámseið í fyrramálið og í myndatökuna á þriðjudag. Jamm nóg að gera 😉

3 athugasemdir á “Úff mistök með vigtina

  1. Inga. Vigtin er ekki dómarinn yfir lífinu. Spáðu í allt sem þú hefur áorkað og ert að áorka þó þú hafir aðeins átt leið um dal undanfrið. Hugsaðu þér landslag á dalanna. Það væri allt flatt og leiðinlegt. Þú ert búin að klífa Everest og Mont Blanc. Kilemanjaro og Himalaja. Þessi fjöll væru ekki til ef engir væru dalirnir, gilin og hengiflugin. Þú kemst alla leið þó það kosti 100 hæstu fjöll veraldar. Ég er ekki í vafa og í guðs bænum farðu nú ekki að hætta við að láta skoða hnéð. Það þarf að gera eitthvað í því. Það er nú eins og það séu eitthvað léleg í okkur hnén systkinunum.

    Líkar við

  2. Híhí – ég var að horfa á þátt – og þar var sagt að kona sem hafði verið í ræktinni- breytt mataræðinu og lést um 16 kíló, hefði í raun gengið í gegnum svipað ferli og þeir sem fari á Everest. Já nógu dj… er mér illt í löppunum svei mér þá alla mína daga. Takk dísa mín – sjáumst á systra murrkinu

    Líkar við

  3. Heyrðu sæta:)Vigtin er ekki allt og segir ekki allt. Það sem þú ert búin að ná að gera er með ólíkindum og þú mátt vera stolt. Eins og ég hef alltaf sagt hugsaðu frekar um alla centimetrana sem eru farnir!!!!!Endilega ekki hætta við að láta skoða hnéð. Haltu áfram !!!!Baráttukveðja Sigurlín

    Líkar við

Skildu eftir svar við disa Hætta við svar