Month: júlí 2008
En þetta er oft slagur eins og lesa má af þessum
pistli… Búðarferð offitusjúklingsins. Híhíhí!En ég skal nú segja ykkur það að ég fór í hjólatúr í klukkutíma í þvílíku roki og ég er svo ánægð með að hafa drifið mig að það mætti halda að ég hefði ekki hreyft mig vikum saman. Sem er nú ekkert alveg rétt því ég labbaði og synti þegar ég var á Geysi í útilegu í liðinni viku- þó ég efist nú að um að það vegi upp á móti öllu því sem mér tókst að innbyrgða af mat.
En nú er að stefna að sálarró og jafnvægi til þess að taka við brestina í mataræðinu og trúa því að það og einmitt það skili mér því að ég léttist á ný.
Kveðja Inga pinga sem hefur ekki ennn – alveg náð sálarró ;-).
Kvíðinn læðist að manni og það er eins og lítill grasmaðkur (því ég er jú ekki neinn sérstakur kvíðasjúklingur) ferðast upp bakið á manni. Ég þarf að gera svo mikið og sumt ekkert skemmtilegt.
Hún Inga þarf til dæmis að setja upp hreyfiáætlun því það er eiginlega alveg klárt að ég kaupi ekki kort í Styrk þennan mánuðinn.
Sund – hjól – ganga
Nú þarf að ákveða hvaða dag, hvenær og hvernig….
Hugsa það svoldið híhíhí
Svo þarf nú aldeilis að hugsa um mataræði. Hjálpar að vera illt í maganum – þá er maður heldur meira til friðs en ella… en alltaf pínu slæm. En lítum á það sem ég ætti að vera að gera- og það er svo sem ekki svo erfitt.
Drekka vatn
Borða grænmeti
Ekki borða á kvöldin nema grænmeti
Jamm ekki flóknara en þetta.
Hreyfingin er svo í sjálfu sér mikið vandamál því hún gefur mér svo mikið. Það er bara rétt að setja hana í farveg.
Svo er það Tombólan og smá skýrslugerð öðru tengt og vefsíðu tiltekt og fundir því tengt.
Sko Inga mín þegar þetta er komið í letur þá er þetta ekki svo slæmt.
Annars ætlum við að prófa að fara til Og Vodafone með viðskiptin – verður fróðlegt að sjá hvað það gefur. Ég bind nokkrar vonir við að gsm reikningarnir lækki – fimm frítt í 5 gsm númer og allt frítt í heimasíma- það sparar um 2000 kr á mánuði – jamm…
sjáum til.
Kveðja Inga sumfarfrí
…já og mikið er Mogginn skemmtilegt blað. Það er bara bókstaflega hægt að lesa og lesa og lesa og lesa þetta blað út í eitt. Svei mér skemmtilegt!
En Bogi Ágústs verður bara að fara að fá sér nýjan jakka! Hann er bara orðinn slitinn og ljótur – jakkinn þeas – Bogi svo sem samur við sig.
Ég er búin að vera með magakveisu síðan á fimmtudag. Er hálf drusluleg og kemst svona varla fram úr því að vorkenna mér minna en á nokkurra mínútna fresti! En það er nú kannski ekki aðalmálið – heldur bíómynd sem hún Ragnheiður fékk foreldra sína með sér á og vá vá vá vá vá vá vá vá vá vá:
Einu sinni var líkamsræktartröll
Einu sinni var kona sem léttist
Einu sinni var 1 nammidagur í viku
Einu sinni var enginn nammidagur í viku
Einu sinni var bara hreinlega ekki borðað nammi nema á nammidögum
Einu sinni langaði mig nú bara ekkert sérstaklega í nammi
Einu sinni einu sinni einu sinni einu sinni
Ja hérna hér. Ekki veit ég hvað hefur gerst en ég veit hvað ég hef verið að gera undanfarið. Ég hef verið í útilegum hér í nágrenninu og ég hef svona að mestu étið á mig gat. Nú undanfarið hef ég held ég hreinlega að ég hafi étið eins og svín og hreyft mig bara svona á milli diska ;-).
uss fuss….
Enda fór líkaminn minn bara í verkfall og ég hef setið á klósettinu í tvo daga ha ha ha ha.
Ég held ég hafi satt að segja haft gott af andlegu hvíldinni sem fékkst við það að vera ekki að streða þetta. Einhvern veginn verð ég að finna ró og sátt þannig að þetta renni áfram á eðlilegan hátt án allra slagsmálanna – eða segjum hinna daglegu baráttu. Ég verð bara geðveik af þessum slag við galla, mistök og rangar ákvarðanir. Það verður að koma sátt til skjalanna. Og einhver meðvitund um það að ég sé í raun að gera góða hluti og standi mig þrátt fyrir allt vel.
Ég hugsa að ég kaupi mér ekki kort í styrk fyrr en í haust, þangað til verðu það leitin að sáttinni, sundferðir, hjólreiðar og göngur sem verða í forgrunni hjá mér. En það verður líka að vera einhvers konar rammi – dagleg hreyfing í ákveðinn tíma.
Sumt kemur af sjálfur sér eins og hjólreiðarnar – á milli staða og slíkt. Hitt verður að vera skipulagt. Allt án slagsmála þó 😉
En nú er ég komin til að vera heima í nokkra daga – ekkert flakk eða vesen og ég hlakka til þess að koma einhverju skikki á hlutina hér.
Sem sagt ekki alveg af baki dottin. Nei nei – enda ekki í boði.
En ætti ég að líta á hælinn á mér? Sé til hvernig hann verður eftur næstu ferð á Mosfell og einhverja göngu.
…maður er hömlulaus ofæta er þá ekki rétt að taka nokkra daga vikur jafnvel í það að éta hömlulaust? Vera algjörlega ófær um neitt annað en éta stanslaust?
Helst ekki gera neitt nema horfa á dvd og éta? Í svona 5 daga?
Hljómar vel og sannfærandi sönnun þess að jú í raun er ég hömlulaus ofæta.
En ætla ég raunverulega að gera eitthvað í því eða verða smám saman geðveik í því að reyna og reyna og reyna að léttast en léttast ekki neitt?
Eða bara hætta að reyna að léttast og vera slétt sama?
Nú eða hætta að hugsa um létting alltaf hreint heldur hreinlega haga sér á þann besta hátt sem maður veit í trausti þess að þá gerist góðir hlutir. Tilfinningalega, andlega og líkamlega?
Yllirinn minn hér úti í garði er orðinn þrisvar sinnum of stór! Hvorki meira né minna.
Og ég er að fara í ýmiskonar háraðgerðir nú rétt á eftir.





