Hamgragarðar og sykurfráhald

Girls gone styled – er skór dagsins.
Enda er ég svo mikil pæja þegar ég stússast ein í því að taka saman – annars var ég nú ekki ein í því – þar sem Þórunn vina mín var með en af einhverjum undarlegum ástæðum komst Páll hjá því að vera á staðnum ;-). Merkilegt. Híhí.
Var sem sagt á Hamragörðum um helgina í alveg frábæru veðri og hafði það mjög gott.
Sykurfráhald gekk MJÖG vel nema hvað ég fékk mér hálfan kakóbolla í gærkveldi – ætli það teljist ekki sem svindl: Ég skilgreini samt sykurinn sem sælgæti, sætt kex, kökur og slíkt. Finnst nú ekkert varið í kakó hvort sem er.
Annað efni sem ég vil ekki neyta er coke light – þegar ég drekk það þá vil ég fá eitthvað sætt.
Annað markmið hef ég svo sem ekki – bara að halda mig frá light og sykri í hans svæsnustu mynd. Og það gekk vel um helgina sem og mataræðið í heild sinni. Það er þakkarvert. Maður á að muna eftir því sem er gott og tekst.
En ég finn að mig langar að eta stanslaust þegar ég kem heim – það þarf að halda í við sig í þeim efnum. Passa að drekka vatn og borða eitthvað sem maður má borða. Jamm ekki flókið 😉
En ég virðist vera á sæmilega beinni braut í augnablikinu varðandi mataræðið. Hreyfingin er ekki sérlega skipulögð en allnokkur – fór t.d. í gönguna miklu á fimmtudaginn, tjaldaði vagninum á föstudaginn, för í göngu í gær og tók vagninn saman í dag. Það þýðir hjólatúr á morgun ;-). Nú eða kannski sund. Mig langar að synda það er ósköp ljúft og gott.
….og ég hugsa að ég fari ekki endilega margar útilegur í viðbót – nú þarf að huga að því að undirbúa húsið fyrir veturinn og svoleiðis nokkuð. Já og ég verð að finna út úr því hvort ég ætti að gera eitthvað í kennó á haustönn eða nota tímann til að undirbúa og ljúka því sem er í farvatninu. Jamm margt að hugsa….

Mosfell í annað sinn

…eða í öðru veldi jafnvel ;-). Hún Þórunn hringdi í mig í morgun og bamm sagði mér að koma með sér á Mosfell. Ahhh svoldið erfitt svona með stýrur í augunum en ég hafði mig af stað með Bjart minn í eftirdragi.

Við fórum upp Bótarskarðið og niður ætluðum við hjá Dúddu á Seli eða Hakaskarðið en við vorum nú heldur sunnar en það og lentum ekki alveg á réttum stað og fórum nokkurt klöngur 😉 híhíhí. En þetta var 4 tíma ganga þvers og kruss yfir Mosfell svossum ekkert strembið þannig lagað. Virkilega skemmtilegt.

Ég er að hugsa um að fara í sykurfráhald. Klárt ekki satt 🙂

Sjáum til.

Kveðja Inga fjallakiðlingur

Oh yeah garðurinn massaður


…ja eða þannig sko. Mér líður amk eins og nafn skósins í dag – Swept Away. Sko einu sinni fannst mér nú gaman að því að rækta garð – var nú ekki sérlega stórvirk í því en gerði það þó… Hef alltaf átt í basli með að eiga sláttuvél samt af einhverjum sérkennilegum ástæðum. Mamma og Ási voru náttúrulega með snilldargarð hér í Heimahaganum – skynsamlegan og fínan. Ekkert of mikið…

En Inga litla hefur nú alveg látið þennan litla garð fara í hundana og í sumar hefur mest verið um það að moka upp úr beðum grasi, njóla og arfa alls kyns. Beðið út við götu hefur verið sérlega erfitt.

En í dag var sá stóri dagur að Ingveldur mokaði upp úr sínum háu safnkössum 4 hlössum af eðal mold heimagerðri í beðið og nú er það svona ægilega fínt og verður enn fínna þegar við verðum búin að raða hellum þannig að moldin leki ekki öll úr því út á götu. Það er hreinlega allt annað að sjá heim Heimahagann eftir að þetta kláraðist að mestu. Aumingja nágrannarnir að þurfa að þola þetta ráðslag en sem sagt svona er þetta nú – allt hefur þetta sinn tíma. Nú..

Svo potaði ég niður stjúpum og hádegisblómum tilviljakennt og ekki nema hæfilega fallega – en niður fór það og nú get ég horft á það þegar ég fer á pallinn minn að drekka kaffisopa :-). Það verður að segjast eins og er að garðurinn hefur hvílt á mér eins og mara og vissulega er mikið eftir enn – en það er samt á góðum rekspöl. Þrjú ár hef ég ekkert gert í þessu og þetta hefur allt verið í vooða og vitleysu. Næsta vor verður þetta miklu einfaldara.

Nú þarf ég ,,bara“ að fá trjáklippur lánaðar til að massa viðjuna hér í garðinum svo þetta líti nú enn betur út og svo þarf fíflabardaga a la extreme einhvern tímann á flatirnar sem eru vel að merkja að skrælna held ég…

Nú í morgun fór ég í fullt af fyrirtækjum að biðja um vinninga fyrir tombóluna og það gekk mjög vel og mér var alls staðar vel tekið. Þannig að ég stóð mig bara vel í markmiðum dagsins og mataræði stóráfallalaust og æðruleysi og auðmýkt æfð nokkuð.

Ég fór í heimsókn í Eyvík í kvöld – laaaaaangt síðan ég hef komið þangað maður minn! Í gærkveldi eftir fundinn í bænum fór ég til Hlífar og Tómasar og átti þar yndislega stund sömuleiðs þannig að ég er bara á góðu róli.

Ég hef lést um 30 kíló og auðvitað get ég haldið áfram að léttast. Hætta bara að erfiða svona mikið og láta hlutina koma eðlilega. Öðlast einhverja sálarró. – Með því að temja mér æðruleysi og auðmýkt ;-).

Bjartur og Spurðann

Hann Bjartur á bróður í USA – Kersins-Spurðann (nafnið er komið til af því orðaleiknum sem verður til ef einhver spyr hvað hundurinn heitir og svarið er…. Spurðann og svo líklega koll af kolli….). Þeir eru greinilega bræður því Bjartur brýst út úr ölli, slítur allt og vinnur sig í gegnum flestar þær hindranir sem eru settar upp fyrir hann.
Svo er náttúrulega gaman að velta því fyrir sér afhverju Birta þarf ekki að vera í girðingunni – bara Spurðann – ég held mig gruni svarið ;-). Bjartur komst nú út um hundabúrið sitt og okkur var selt það með þeim orðum að út úr því kæmist ekki nokkur hundur…
… nema Bjartur náttúrulega.

Gamalt og gott

Það er stundum svo gaman að lesa gamalt blogg. Maður er jú að skrifa þetta til þess að læra af og setja hlutina í samhengi og það allt saman. Í fyrra á sama tíma hef ég nú bara verið á góðu róli – léttast svoldið og mála og allt. Samt var ég nú pínu að drepast í fótunum. En akkurat fyrir ári var ég bara í svona ægilega góðu skapi…

En þetta er oft slagur eins og lesa má af þessum pistli… Búðarferð offitusjúklingsins. Híhíhí!

En ég skal nú segja ykkur það að ég fór í hjólatúr í klukkutíma í þvílíku roki og ég er svo ánægð með að hafa drifið mig að það mætti halda að ég hefði ekki hreyft mig vikum saman. Sem er nú ekkert alveg rétt því ég labbaði og synti þegar ég var á Geysi í útilegu í liðinni viku- þó ég efist nú að um að það vegi upp á móti öllu því sem mér tókst að innbyrgða af mat.

En nú er að stefna að sálarró og jafnvægi til þess að taka við brestina í mataræðinu og trúa því að það og einmitt það skili mér því að ég léttist á ný.

Kveðja Inga pinga sem hefur ekki ennn – alveg náð sálarró ;-).

Myndir af skóm af http://www.department56.com/ Þeir eru frá fyrirtæki sem heitir Just the right Shoe og ég safna þeim :D.

Dagurinn framundan

Kvíðinn læðist að manni og það er eins og lítill grasmaðkur (því ég er jú ekki neinn sérstakur kvíðasjúklingur) ferðast upp bakið á manni. Ég þarf að gera svo mikið og sumt ekkert skemmtilegt.

Hún Inga þarf til dæmis að setja upp hreyfiáætlun því það er eiginlega alveg klárt að ég kaupi ekki kort í Styrk þennan mánuðinn.

Sund – hjól – ganga

Nú þarf að ákveða hvaða dag, hvenær og hvernig….

Hugsa það svoldið híhíhí

Svo þarf nú aldeilis að hugsa um mataræði. Hjálpar að vera illt í maganum – þá er maður heldur meira til friðs en ella… en alltaf pínu slæm. En lítum á það sem ég ætti að vera að gera- og það er svo sem ekki svo erfitt.

Drekka vatn
Borða grænmeti
Ekki borða á kvöldin nema grænmeti

Jamm ekki flóknara en þetta.

Hreyfingin er svo í sjálfu sér mikið vandamál því hún gefur mér svo mikið. Það er bara rétt að setja hana í farveg.

Svo er það Tombólan og smá skýrslugerð öðru tengt og vefsíðu tiltekt og fundir því tengt.

Sko Inga mín þegar þetta er komið í letur þá er þetta ekki svo slæmt.

Annars ætlum við að prófa að fara til Og Vodafone með viðskiptin – verður fróðlegt að sjá hvað það gefur. Ég bind nokkrar vonir við að gsm reikningarnir lækki – fimm frítt í 5 gsm númer og allt frítt í heimasíma- það sparar um 2000 kr á mánuði – jamm…

sjáum til.

Kveðja Inga sumfarfrí

Magakveisa og Bogi í stórum jakka

…já og mikið er Mogginn skemmtilegt blað. Það er bara bókstaflega hægt að lesa og lesa og lesa og lesa þetta blað út í eitt. Svei mér skemmtilegt!

En Bogi Ágústs verður bara að fara að fá sér nýjan jakka! Hann er bara orðinn slitinn og ljótur – jakkinn þeas – Bogi svo sem samur við sig.

Ég er búin að vera með magakveisu síðan á fimmtudag. Er hálf drusluleg og kemst svona varla fram úr því að vorkenna mér minna en á nokkurra mínútna fresti! En það er nú kannski ekki aðalmálið – heldur bíómynd sem hún Ragnheiður fékk foreldra sína með sér á og vá vá vá vá vá vá vá vá vá vá:

Þið bara verðið að sjá Mamma Mia!
Hún er algjört æði. (hlekkur). Gjörsamlega frábær. Hún er óður til middle age – og ég er steinhætt að hafa áhyggjur af því að eldast, hrukkum eða keppum því myndin er hreinlega óður til gleðinnar og þess að vera eins og maður er. Brosnan er nú svo sem ekkert ljótur og Maryl kannski ekki alveg dæmigerð miðaldra kona…. En vá hvað hún hefur ekki farið í lýta-aðgerðir eins og þær Nicole Kidman og Jodie Foster. Hressandi tilbreyting. Húrra fyrir henni!
Og Abba svíkur engan. Frábær mynd – farðu og láttu þér líða vel – hún er fyrir alla, mjúka karla og hressa karla og konur sem vilja elska að vera konur. Sigh og svo eru svo sætir strákar/karlar í myndinni! Skemmir ekki.
Iss það getur kannski enginn sungið í myndinni og þau eru öll pínu halló og lítil skynsemi eða raunsæi í söguþræðinum – þá bara var mér alveg sama. Stundum er bara gaman að því að hafa gaman – gamansins vegna. Abba vegna. Mín vegna – okkar allra vegna. Farið því endilega.
Á morgun eru ný verkefni sem bíða. Ég fagna því. Hjól og sund er fyrirhugað og ganga þegar styttist upp og svo verður maður að koma blómunum niður.
Tombólusöfnun og vefsíðuvinna. Saumar og slór og slugs – já mér þarf ekki að leiðast.

Einu sinni var bloggari

Einu sinni var líkamsræktartröll
Einu sinni var kona sem léttist
Einu sinni var 1 nammidagur í viku
Einu sinni var enginn nammidagur í viku
Einu sinni var bara hreinlega ekki borðað nammi nema á nammidögum
Einu sinni langaði mig nú bara ekkert sérstaklega í nammi
Einu sinni einu sinni einu sinni einu sinni

Ja hérna hér. Ekki veit ég hvað hefur gerst en ég veit hvað ég hef verið að gera undanfarið. Ég hef verið í útilegum hér í nágrenninu og ég hef svona að mestu étið á mig gat. Nú undanfarið hef ég held ég hreinlega að ég hafi étið eins og svín og hreyft mig bara svona á milli diska ;-).

uss fuss….

Enda fór líkaminn minn bara í verkfall og ég hef setið á klósettinu í tvo daga ha ha ha ha.

Ég held ég hafi satt að segja haft gott af andlegu hvíldinni sem fékkst við það að vera ekki að streða þetta. Einhvern veginn verð ég að finna ró og sátt þannig að þetta renni áfram á eðlilegan hátt án allra slagsmálanna – eða segjum hinna daglegu baráttu. Ég verð bara geðveik af þessum slag við galla, mistök og rangar ákvarðanir. Það verður að koma sátt til skjalanna. Og einhver meðvitund um það að ég sé í raun að gera góða hluti og standi mig þrátt fyrir allt vel.

Ég hugsa að ég kaupi mér ekki kort í styrk fyrr en í haust, þangað til verðu það leitin að sáttinni, sundferðir, hjólreiðar og göngur sem verða í forgrunni hjá mér. En það verður líka að vera einhvers konar rammi – dagleg hreyfing í ákveðinn tíma.

Sumt kemur af sjálfur sér eins og hjólreiðarnar – á milli staða og slíkt. Hitt verður að vera skipulagt. Allt án slagsmála þó 😉

En nú er ég komin til að vera heima í nokkra daga – ekkert flakk eða vesen og ég hlakka til þess að koma einhverju skikki á hlutina hér.

Sem sagt ekki alveg af baki dottin. Nei nei – enda ekki í boði.

En ætti ég að líta á hælinn á mér? Sé til hvernig hann verður eftur næstu ferð á Mosfell og einhverja göngu.

Ef

…maður er hömlulaus ofæta er þá ekki rétt að taka nokkra daga vikur jafnvel í það að éta hömlulaust? Vera algjörlega ófær um neitt annað en éta stanslaust?

Helst ekki gera neitt nema horfa á dvd og éta? Í svona 5 daga?

Hljómar vel og sannfærandi sönnun þess að jú í raun er ég hömlulaus ofæta.

En ætla ég raunverulega að gera eitthvað í því eða verða smám saman geðveik í því að reyna og reyna og reyna að léttast en léttast ekki neitt?

Eða bara hætta að reyna að léttast og vera slétt sama?

Nú eða hætta að hugsa um létting alltaf hreint heldur hreinlega haga sér á þann besta hátt sem maður veit í trausti þess að þá gerist góðir hlutir. Tilfinningalega, andlega og líkamlega?

Yllirinn minn hér úti í garði er orðinn þrisvar sinnum of stór! Hvorki meira né minna.

Og ég er að fara í ýmiskonar háraðgerðir nú rétt á eftir.