Chippendale og hvunndagurinn

Chippendale er skór dagsins – svolítið snúinn og skrítinn – sérstaklega því ég skildi ekki hvað þessi hæll gat verið spes – og svolítið svona eins og …. antik 😉 Heyrðu var þá Ekki Chppendale bara húsgagnasmiður en ekki heill flokkur af hálf berum og berum ofurkroppum ;-). Á 18. öld – ekki í Las Vegas 2008. Billy Jeffrey væri samt fínt augnayndi í sundi já eða bara svona á gangi eftir götunum í fínu jakkafötunum sínum. Tíhíhí Chippendale gæinn sá.

En sem sagt – eitt ráð ekki geyma að borða frá 11 til 17 – oooooooooooooooof langur tími. En mér tókst að sleppa því að éta kex og kökur sem munaði mjög litlu að ég æti. Sigh…

En ég borðaði alls konar vitleysu samt. En er hrein í sælgætis og kökufráhaldinu. Á morgun get ég sagt að það séu þrjár vikur síðan ég borðaði kex, kökur og eða sælgæti síðast. Jamm

Ég fór og synti í klst í dag – synti og hljóp. Ótrúlegar fáar hitaeiningar sem fara í sundi en það þarf víst annan útreikning í vatninu en ofan þess. En skítt með það ég veit að sund er frábær hreyfing og ég held ég haldi mig svolítið við það á næstu dögum. Þarf bara svolítið að setja undir mig hausinn – minn harða lítt auðmjúka og æðrulausa haus.
En annars er allt rólegt. Er bara löt og nenni ekki miklu. Og ég held það sé barasta allt í lagi. Skjáumst 😉

1 athugasemd á “Chippendale og hvunndagurinn

  1. Hæ snúllan mín.Þessir skór hjá þér eru bara geggjaðir, og sennilega stórhættulegir líka, ætli sama sagan sé ekki að segja um kroppana sem þú settir inn hjá þér líka;)Annars finnst mér þú sjálf vera aðdáunarverð í baráttunni við sjálfa þig. Kv Haddý Jóna

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar