Mosfell í annað sinn

…eða í öðru veldi jafnvel ;-). Hún Þórunn hringdi í mig í morgun og bamm sagði mér að koma með sér á Mosfell. Ahhh svoldið erfitt svona með stýrur í augunum en ég hafði mig af stað með Bjart minn í eftirdragi.

Við fórum upp Bótarskarðið og niður ætluðum við hjá Dúddu á Seli eða Hakaskarðið en við vorum nú heldur sunnar en það og lentum ekki alveg á réttum stað og fórum nokkurt klöngur 😉 híhíhí. En þetta var 4 tíma ganga þvers og kruss yfir Mosfell svossum ekkert strembið þannig lagað. Virkilega skemmtilegt.

Ég er að hugsa um að fara í sykurfráhald. Klárt ekki satt 🙂

Sjáum til.

Kveðja Inga fjallakiðlingur

1 athugasemd á “Mosfell í annað sinn

Skildu eftir svar við Steinunn Elsa Bjarnadóttir Hætta við svar