Ég hef nú lokið samvistum við tjaldvagninn minn – í bili að minnsta kosti. Það á nú samt eftir að taka saman enda rigndi á Borg í dag og við fengum að skilja hann eftir þar þangað til hann yrði þurr – sem verður líklega ekki fyrr en á þriðjudaginn. Þá er spáð sól. En ég hef verið í vagninum síðan ég bara veit ekki hvenær – ja eða síðan á fimmtudaginn í vikunni sem leið ;-). Hann hefur staðið sig vel í regni sem sól, vindi og logni.
Minna varð úr hjólreiðum en í upphafi var ætlað svo upprisan í hreyfingu verður að vera á morgun en ekki á mánudaginn var… En þetta var ekki slæm vika – ekkert mikið nammi át og hollur og fínn matur. Á morgun verður það sem sagt Inga og hreyfiprógrammið og svo þarf ég að koma skjálftadótinu á réttan stað. Það er hreinlega óhjákvæmilegt barasta. Ég kemst í gegnum það. Jamm – að minnsta kosti í mínu herbergi – held ég láti Pál um geymsluna.
Það klingir í kolli mínum frasi sem Baldur minn sagði hér í den, skipulögð hreyfing… Ég finn að þar liggur hundurinn grafinn. Þó ég hafi alltaf verið á ferli, stjákli og hjólað á milli staða, lengri hringinn jafnvel þarna á Borg og farið í einn ágætan túr þá er það ekki hið sama og vita hvenær maður ætlar og það sem meira er gera það nó madder vott.
Mataræðið er merkilegt nokkuð í þokkalegu standi og í fyrsta sinn lengi þá held ég að áherslan geti verið þar á næstunni svo lengi sem ég næ að halda mér frá helv… sætindunum. Það gekk á ýmsu á vagninum við það en það tókst að mestu leyti ;-).
Þetta varst þá þú sem ég sá hjóla á framhjá á Borg í Grímsnesi á fimmtudaginn… ég fór í sund og sá þokkadís eina hjóla framhjá sundlauginni þegar ég var að fara heim. Fannst hún minna mig á þig en hélt að mér væri að skjöplast, enda er ég alls ekki vön að sjá þig hjóla nema á Selfossi…>Ég hefði bara átt að vera á hjóli líka, það hefði verið gaman saman 😉>kv, Helga Dögg
Líkar viðLíkar við
híhíhí en fyndið – nokkuð vindasamt verð ég að segja – og svo ætlaði ég í sund en þá var svo margt fólk að ég nennti ekki – fór bara seinna um kvöldið. Ekki var nú færra fólk þá! Hafð það gott
Líkar viðLíkar við