Pirringur á meðal fólks

JÆja það er það næsti kafli. Pirringur annarra yfir því hve mikið er fjallað um skjálftana. Hvort ekki hafi bara verið farið út yfir allt. Jú jú það hafi hrist, munir hafi skemmst og fáir meiðst alvarlega. Þurfti þennan ógnar fréttaflutning eða öll þessi viðtöl.

Ég veit það ekki en það er alveg klárt að fáir atburðir á Íslandi hafa haft önnur eins áhrif á jafn marga á Íslandi og þessi. Og sem betur fer eru þeir líka fáir sem valda slíkri vanlíðan hjá jafn mörgum. ´

Ég veit satt að segja ekki hvað eru fréttir ef ekki Suðurlandsskjálftar.

Í gær athuguðum við hvort sundlaugin hér væri opin – áttum reyndar ekki von á því en þurftum að komastí í smá slökun. Laugin var lokin en tvo bíla bar að og Palli sagði fólkinu sem streymdi út með búnaðinn að laugin væri lokuð. Ég held ég gleymi seint andlitinu á fólkinu – það var svo innilega hneykslað að það eiginlega átti ekki orð?! Lokað vegna vatnsskort hvurslags þjónusta er þetta eiginlega.

Við Palli vorum bæði svo undrandi að við máttum eiginlega ekki mæla – en þetta sýnir að það getur enginn gert sér í hugarlund það sem gerðist hér á fimmtudaginn og hve víðtæk áhrif þetta hefur á marga og margt. Sumt bara ráðum við ekki við – og fólk ætti að sýna því skilning að náttúran fer sínu fram.

…hvort sem við þurfum að fara í sund eður ei. Eða kaupa okkur sokka – og komumst ekki í búð því þær eru allar lokaðar eins og maðurinn reyndi á föstudagsmorgun. Hann kom inn í hjólabæ foxvondur yfir þjónustunni á Selfossi og letinni í fólki þar að vakna ekki og vinna. Hann vildi bara fá sína sokka þó Helgi í búðinni kæmist ekki einu sinni að kassanum, vissi ekki verðið eða væri í nokkru ástandi að gera nokkurn skapaðan hlut með allt í volli í kringum sig! Hann sagðist þá bara fara á Hellu því þau hefðu greinilega enga þjónustulund! og rauk út með það.

Vont að vanta sokka.

Ég er amk fegin að hafa fjölmiðlana á fimmtudaginn. Ég hafði ekki símasambandið nema að litlu leyti og ég fékk fréttirnar í gegnum það og hughreystinguna um leið.

2 athugasemdir á “Pirringur á meðal fólks

  1. hæ SÆTAGott að allt er í lagi hjá ykkur!!Það er svona eins og hjá okkur, allir heilir og bara nokkrir dauðri hlutir skemmdir. Pirringurinn er kannski eðlilegur en samt ekki, sumri eru bara svona ef þeir fá ekki það sem þeir vilja núna!! þá er allt ómögulegt:(Var að heyra af útilegu í júni:), er hún ekki ennþá á planinu?Við vorum að hugsa um að mæta, hlakka til!!!!Kv Sigurlín

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar