jamm sex mínútum síðar

reið yfir þessi líka rosajarðskjálfti eins og ekki hefur farið fram hjá nokkrum manni hér á landi. Síðar en ég var að velta fyrir mér því hvað ég var að hugsa fyrir ári síðan.

Úff.

Hér á allt á hvolfi, brotið og úr hillum. Eldhúsið slapp þó að mestu.

Ég er í rússi og hef fengið nóg af því að sjá veggi þess húss sveiflast einhverja tugi sentimetra til og frá og sef því í tjaldvagninum í nótt.

Það er gott að eiga næstum ekki neitt. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því að það eyðileggist. Maður á mann börn og hund og það erí lagi með þau öll ég bara í rússi og losti – hef aldei orðið eins hrædd á ævinni og á vonandi ekki oft eftir að lenda í slíka.

Ein að rolast hér heima og ég mundi ekki eitt númer eða annað og gleymdi svo meira að segja að hlusta á útvarpið. Ragnheiður mín hringdi nú við og við og kom fyrir mig vitinu.

Úff – myndir og meira á morgun.

Og svo svolítið meira úff!

3 athugasemdir á “jamm sex mínútum síðar

  1. Já úff Inga mín.Mikil lifandi skelfing er ég fegin að búa ekki lengur á Selfossi. Hef það rosalega fínt á Akranesi.Knús Haddý Jóna

    Líkar við

  2. Ó elsku Inga mín, ég varð sko líka ofboðslega hrædd, svo hrædd að ég flúði upp í sveit og ætla að vera þar í nótt. Varð nánast ekkert svefnsamt síðustu nótt…En er þessi hrina ekki að verða búin? Ég vona það því mér finnst svo vont að vera hrædd við mitt eigið heimili.Við verðum að vera sterkar honní, baráttukveðja, Helga Dögg

    Líkar við

  3. Já einmitt Helga Dögg – ég var einmitt að segja það í gær að ég hefði næstum viljað vera annars staðar en heima. Og þá verður mér hugsað til allra barnanna sem voru ein heima – þeim á áreiðanlega ekki eftir að líða vel.

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ingveldur Hætta við svar