Í raunsæiskasti

Hef komist að þéirri niðurstöðu að flest það sem ég tek mér fyrir hendur og hef skoðun á skilar litlu sem engu. Kimi klúðrar formúlunni, ég léttist ekki neitt, drasla endalaust til í kringum mig, nenni ekki að taka til í garðinum og gleymi svo snúrinni að videovélinni sem þó átti að vera lykillinn að helgarvinnunni!

Sem sagt algjör!

Mitt í þessu raunsæiskasti hef ég því ákveðið að hætta að éta. Jamm. Þetta er hvort sem er allt spurning um ákvörðun. Og ákvörðunin er sem sagt þessi. HÆTTA AÐ BORÐA.

Það held ég að hljóti að vera leikur einn miðað við hitt sem ég hef tekið mér fyrir hendur í mataræði. Þetta er svo miklu einfaldara. Borða bara ekki neitt.

Drekka vatn. Drekka svo meira vatn og eftir því sem örmögnunin nálgast, fá sér þá grænmeti. En það skal gjört í algjörri neyð.

Annað neyðarfæði verður skyr – er ekki til einhver svona skyrkúr? og svo ávextir. Að öðru leyti ætla ég að ganga út frá því að éta bara alls ekki neitt.

Drekka vatn!

Hið óumflýanlega mun þó gerast – matur fer inn fyrir mínar varir. En það verður hart barist á móti fæðuinntöku og henni frestað algjörlega út í hið endalausa.

Þetta á að skila einhvers konar meðvitund um það hvort ég sé að éta mér til dægrastyttingar eða jafnvel til þess að fresta því fjölmarga sem ég ætti að vera að gera – taka til – vinna í garðinu – sauma gardínur – já hvað sem er bara – nú eða hvort ég sé raunverulega glorsoltin.

Glorsoltin skal ég verða og kannski ég fái mér svona hnapp um hálsinn sem ég get þrýst í þann mund sem ég fell í yfirlið af hungri sulti og seyru. Ummmm það væri yndislegt. Og mér finnst danska eurovision lagið æði – og það er ekki bara af því þeir eru nágrannar og mér finnst það gott á Svía að hafa komist inn á dómaraatkvæðum og vera svo bara neðar en við! Og þó eru þeir líka nágrannar!

Og mér finnst russ-ÍA ekkert svo leiðinlegt lag.

2 athugasemdir á “Í raunsæiskasti

  1. Sæl,ég gerði eftirfarandi og léttist helling:1. Æfa alla morgna (áður en borðað)2. Skyrhristingur eftir æfingu3. Venjulegur heimilishádegismatur (bara venjulegur mötuneytismatur) 4. Skyrhristingur5. Ekkert nasl milli mála. Bara vatn. Ef mjög svangur á kvöldin þá létt nasl – t.d. epli, jarðaber, vínber, harðfiskur.6. Ekkert nammi, engan skyndibita og ekkert gos. Ekkert ruslfæði!!Gengur mjög vel – fyrstu dagarnir eru erfiðastir. Gangi þér vel.

    Líkar við

  2. Hljómar vel – nafnlausi skrifari. Ég þarf sem sagt að gera en ekki bara vita. Geri nú sumt af þessu í töluverður magni en stend við markmiðið – er hætt að borða mat 😉 Gott plan og afar raunsætt. Takk fyrir punktana, ég er orðin svoooldið þreytt að segja alltaf að ég hafi lést um 30 kíló – nú verð ég að fara að koma þessu uppí 40 kíló þessum léttingi mínum!

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ingveldur Hætta við svar