Komin heim í heiðardalinn

Ási, Hildur, Inga, Gústa, Nína, Dísa og Steini í Yosamite þjóðgarðinum og það er býsna hátt þarna niður þó það sjáist ekki!

Jæja – heimferðin gekk bara bærilega… En ég fer nú ekki ofan af því að þetta er rosalegt ferðalag. Við fórum náttúrulega alltof seint að sofa á föstudagskvöld og vorum komnar á stjá um fjögur um nóttina. Þá var að finna sig til og reyna að ímynda sér að maður kæmist í gegnum næstu 20 tímana eða svo!

Það gekk allt vel í San Fransisco flugvellinum og flugið til Minneappolis var bara ágætt – sofnaði meira að segja í 40 mínútur. Ég sofna ekki oft í flugi það get ég sagt ykkur!

Við þurftum síðan að bíða í 5 tíma eftir fluginu heim i Minneappolis, en það tók tæpa sex tíma. Og ekki sofnaði ég nú í þeirri ferð en það var mjög gott flug og makalaust að maður kæmist í gegnum þetta – allar þessar setur og flugvallastapp. En þetta var betra en ferðin út. Þá vissi maður ekkert á hverjum maður ætti von.

Þegar ég kom heim skreið ég beint upp í rúm og var þar næstu 23 tímana eða svo og ég skammast mín ekkert fyrir það en ég var algjörlega búin að vera!

Þetta var nú engin smá útgerð þessi ferð! En hún var alveg þess virði og ekki hefði ég viljað sleppa mörgu úr það verð ég að segja.

Las Vegas situr svolítið í mér. Ég á eiginlega eftir að komast yfir þessa borg og birtingarform manneskjunnar í formi hennar. Ég komst því miður ekki í skoðunarferðina um spilavítin öll – hafði ekki lappir í það.

Það er svo hitt – ég er yngst af systkinunum en langsamlega ófærust um að hreyfa mig. Þau eru að vísu öll fitt fólk en samt svoldið spælandi. Ég veit ekki hvernig ég hefði verið ef ég hefði ekki verið í þessari líkamsrækt síðustu árin – það get ég svarið. En kílóin segja til sín.

Ég minnti mig oft á það sem samkennari minn og íþróttakona góð sagði við mig fyrr í haust – mundu bara – það er sama hvað þú ert slæm – þú verður alltaf fljótari að jafna þig því þú ert í svo góðu formi. Og þegar mig langaði mest að vola af verkjum og meðaumkun á kvöldin eftir margra klukkutíma göngur á malbiki þá huggaði ég mig með því að næsta dag yrði ég alveg jafn góð og ég var best um morguninn. En ægilega finnst mér leiðinlegt að vera svona ógeðslega hölt og finna svona til í hælnum. Þetta eyðileggur eiginlega svolítið fyrir mér….

En ég veit líka að kílóin segja til sín því ég finn mikinn mun á mér ef ég þarf bara að bera nokkur kíló.

Ég held satt að segja að ég hafi ekki þyngst mikið í ferðinni – amk eru buxur sem ég komst varla í fyrir páska ágætar í dag – ja amk ekki þrengri ;-).

Nú er bara að halda áfram og hugsa um það sem þeir eru að reyna að markaðssetja í USA – Make the Right Choice. Þetta sem sagt snýst um það.

Velja rétt.

Veldu rétt!

3 athugasemdir á “Komin heim í heiðardalinn

  1. Velkomin heim mín kæra, sko búin að skoða allar myndirnar og ekki laust við að mig langi til usa. kv. Steinunn Elsa

    Líkar við

  2. Æ takk stelpur mínar – ég á svo eftir að búa til einhverja skemmtielga ferðasögu úr myndunum og eitthvað vantar nú inn af þeim í viðbót. ;-). Gaman að þessum digital myndum híhí.

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar