Hætturlegir vegir og Tópas

Það er hægt að komast í hann krappann í USAnesku vegakerfi – ojá. Svo er hægt að hafa Tópas drykk við hliðina á sér, súpa á honum og grúfa sig niður í sætið á meðan það eru eknir nokkur hundruð metrar beint upp í loftið, gráta svolítið af skelfingu þó maður sjái ekki neitt en heyri hljóðin í hinum. Meira að segja í Jónínu sem segir ALDREI neitt. Svo finnur maður líka hvernig rútan hendist til í kröppum beygjum – og vegurinn til þjóðgarðarins sem heitir svona eins og josmaníte híhí – er miklu skelfilegri. Ásmundur segir að vísu að hann geti ekki verið selfilegri því verri vegir eru ekki til! Hughreystandi.

En við erum sem sagt komin í Grand Canyon og höfumst vel við. Ég kvefuð, ofétin og áreiaðnlega orðin 5 kílóum þyngri en þegar ég lagði af stað. Það er svo góður matur hér að það er rosalegt og af einhverju undarlegum ástæðum er ég alltaf étandi hér. Og nýt hverrar mínútu! Afleiðingarnar koma í hausinn á mér heima en Baldur er fluttur úr Styrk svo ég þarf svo sem ekki að horfast í augu við hann 😉 fyrr en bara einhvern tímann seinna og kannski aldrei ef ég þjáist ekki af neinu sem hann getur lagað.

Þetta er gjörsamlega stórkostlegt allt saman og ekki skemmir fyrir að vera tvær nætur á sama stað!

Enn þori ég ekki í þyrluna og enn veit ég að ég á eftir að sjá eftir því alla mína ævi. En svona er þetta…

Maður er of móðursjúkur það er klárt. Víst og satt. Ferðin hálfnuð í dag.

Ragnheiður keypti sér frábæran hatt í dag.

5 athugasemdir á “Hætturlegir vegir og Tópas

  1. Inga bara örlítið meira tópas og þá er þyrlan ekkert mál tíhííí…Gleðilega páska!!Kveðja frá Villu sem fylgist vel með ferðalöngunum

    Líkar við

  2. Já Vilborg það væri vel athugandi -ég fer næst! Ægilega leið yfir að hafa ekki þorað – næstum eins leið og yfir öllu því góðgæti sem hægt er að úða í sig hér 😉 Úff púff

    Líkar við

  3. Guð hvað ég skil þig vel að þora ekki í þyrlu, en njóttu lífsins bara í botn. Ekki eins og þú skreppir til Usa á hverjum degikv. Steinunn Elsa

    Líkar við

  4. Njóttu ferðarinnar í botn!!Þú tekur á hinu þegar þú kemur heim eins og hetja eins og öllu hinu:)Kv Sigurlín

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ingveldur Hætta við svar