Jamm og já – er það ekki fín byrjun á svona merkilegu ferðalagi. Ég held það sé við hæfi bara.
Eftir að hafa vaknað heima um átta leytið í gær eða fyrradag eða hitteðfyrra – hvert sem tímamismunurinn leiðir okkur – þá tók nú við eitt og annað skal ég segja ykkur. Fyrst þurfti nú að athuga með ýmislegt og ekkert. Við fórum með umsóknina mína um framhaldsnámið í Kennó hvað þá annað á leiðinni á Keflavík og vorum komin þangað um kl. 14. Í loftið fórum við og voru í því í 6 tíma – frábært flug og bara gaman. Þannig lagað ;-). En svo tók nú eiginlega ballið við.
Í Minneappolis þurfti að gera þetta og hitt og svo svoldið meira af hinu og dáltið af þessu. Ég var með eitthvað af dýrindisvökva sem kurteisasti og besti öryggisvörðu vildi alls ekki hleypa mér með inn í flugvélina. Nú voru góð ráð dýr – fokdýrar eðalblöndur til að gleðja geð og lita hörund og enn annað til að mýkja hana svolítið. Ég hljóp því til baka í hans fylgd með beautyboxið og tékkaði það inn í farangurinn – til baka og svo labb og labb og labb og meira labb og þegar við loksins komum upp í flugvélina – guð má vita hvenær þá vorum við svo uppgefin – eða amk ég að ég var viss uma ð ég myndi aldrei lifa af 4 tíma flug í viðbót. Ég varð svo fegin þegar flugmaðurinn sagði að við værum ekki nema 3:40 á leiðinni að mér vöknaði um augu! Híhí…
Nú jæja – ég sofnaði ekki neitt í vélinni en tók nokkrar léttar leikfimisæfingar, fór nokkrar ferðir á klósettið og hlustaði á tónlist og heldur skánaði nú líkamlegt atgervi mitt er á leið. En öndunarvegurinn og ýmsir vöðvahópar voru nú alveg uppgefnir!
En þetta ferðalag sem stóð frá 12:00 heima og endaði á flugvellinum í San Fran kl06:00 að íslenskum var nú ekki búið ;-). Ein taskan týndist og aðeins þurfti nú að grufla í því. En svo kom aðal…
Leigubílaferðin á hótelið – úff púff. Í fyrsta lagi var sætið bara hálft og því var ein og hálf rasskinn á mér útaf því. Í mitt bakið stakkst járnstautur og þar sem ég spennti hrygginn til að forðast það þurfti ég að nota hnéð til að spirna í á móti og það var eitthvað annað sem stakkst í það – og þar sem ég reyndi að hanga í sætinu ók leigubílstjórinn á 70 – 80 mílum svona eins og 140 um götur San Fran – hefur áreiðanlega heitið hraðbraut en þetta var ekki neitt neitt! Guð minn góður ég segi nú ekki annað! Við vorum svo fyrst á hótelið að það var ekki fyndið! Ji minn eini. En þetta lifðum við nú af þó líkami minn hafi farið heldur verr út úr þessu en öllu hinu ferðalaginu ;-). Komin inn á herbergi klukkan 1:00 og farin að sofa undir níu að íslenskum tíma!
Og nú er ég komin á netið á hótelinu alveg ókeypis. Ægilega skemmtilegt. Fínt og gaman. Set inn nokkrar myndir í kvöld hugsa ég þegar við verðum búin að fara eitthvað hér um.
Það eru allir hressir og glaðir og við hlökkum öll til þess sem framundan er!
Gaman að heyra af þér Inga mín, skemmtu þér vel! Ég bíð spennt að heyra allar ferðasögur og sjá myndir :o)>>Bestu kveðjur>Villa
Líkar viðLíkar við
Hæ sæta, þú misstir nú af flottri formúlu um helgina ;O)>Bíð spennt eftir að lesa meira og skoða myndir>>Steinunn Elsa
Líkar viðLíkar við
guð hvað ég er glöð að þú sért að blogga elsku Inga mín. Þú ert sú eina sem lætur heyra frá þér.>>Ég vildi að ég væri með ykkur. Finnst þetta ótrúlega spennandi ferðalag hjá ykkur. ég fylgist með ykkur hér á síðunni þinni 🙂 og læt mig dreyma…>>gangi ykkur vel og farið varlega>þín Rannveig>>ps. mátt segja mömmu og pabbi (og öllum sem hafa áhuga) að Anton Máni er sko sannur íslendingur – var að prófa að gefa honum skyr í fyrsta skiftið í dag og hann var algjörlega ÓÐUR í það. húrra 🙂
Líkar viðLíkar við