Þið skuluð nú ekki halda að það sé einhver brjáluð blíða í Californíu hrmpf… ekki í mars sem sagt.
Nú þarf ég að fara að leita mér að flíspeysu áður en ég fer út… Óvæntur kostnaður sem ég átti ekki von á ;-).
Ég missi af TVEIMUR f1 mótum…. sigh.
hafið þið séð Útsýnisaðstöðuna í GRAND CANYON? já já góðan daginn.

Ég er ekki að grínast. Þau labba á glerinu… Horfa niður… Og það er ,,bara“ bitinn sem heldur þeim uppi svölunum það er! Jájá góðan daginn. Ég á áreiðanlega eftir að fara út á þetta. Ekki spurning!
Það er spurning hvort það verði ekki bara ófært vegna snjóa?
Nei nei bara grín. Ægilega spennt – og ég þarf ekki að fara að Hoover stíflunni frekar en ég vil! ég er ekki sérlega hrifin af svona háu …
Svo missi ég kannski af eins og einu innflutningspartíi sigh – ef mér hefði þá verið boðið… Híhí. Nú en ég fæ svo svoldið í staðinn.
En ég bara verð að hugsa þetta með flíspeysuna.
Já Inga mín ég sé þig alveg þarna á glerinu hmmmm……..aðeins hærra en brunastiginn út úr Sunnulæk ;o) >>Bestu kveðjur og gangi þér vel að búa þig undir Ameríku!>>Kv. Villa
Líkar viðLíkar við
Híhí þú manst allt Vilborg. Ég man líka brunastigann…
Líkar viðLíkar við