Á góðu róli

…hið sama verður nú ekki sagt um þessa borgarstjórn. Vitið þið það – það er bara komið nóg af þessu rugli. Þetta er bara fyrir neðan virðingu Sjálfstæðismanna – ég segi það satt!

En ég fór í spinning í gær – og ég er alveg að verða búin að kortleggja þetta. Það er hins vegar svo að þetta er álag. Ég verð að finna rétta stellingu á hjólinu – ég er einhvern veginn að drepast úr hliðarverkunum – illt í rassinum, stýrið of langt í burtu, meiði mig í iljunum – já og í gærkveldi fékk ég alveg dásemdar áminningu um það að kálfarnir geta sprungið og það yrði mjög sárt. Mér tókst þó að taka eftir álaginu í tíma – létta á hjólinu og gefa aðeins eftir – en þetta er heilmikið álag fyrir hana Ingu þungu.

Nú mataræði gengur vel – með smá slaufum sem verða klipptar af eftir helgina þegar ég mæti í skólann með fullt af nesti og góðum áformum og hér heima verður ekkert til nema hollustan ein. Og ég er ekki að tala út í loftið því ég kann og get þetta ágætlega. Stundaskrá er líka að myndast in the back of my head. Oh yeah – ég sé ég þarf að breyta ýmsi í hreyfingaáætlun því ég fer t.d. ekki í Bónus ef ég er í blaki og svo framvegis. Já og ég held varla að ég fari í blak daginn eftir spinning þó það geti kannski verið þegar ég hef náð enn betri tökum á þessu. Það er samt meira álag en ég gerði mér grein fyrir að fara í spinning fyrir skrokkinn – skrítið því mér finnst ekki erfitt að sitja lengi á venjulegu hjóli – og ég get auðveldlega hjólað í nokkurn tíma – tvo tíma til dæmis. En það er eitthvað við þessi spinning hjól sem ég þarf að læra. Og þá geri ég það bara.

Það var frábært á námskeiði í dag. Jeeeee og ég fer aftur á morgun.

En ég fer líka í jarðarför. Afskaplega sorglegt. Ung kona dáin frá fjórum börnum á aldreinum 2 – 16 ára. Hann er ekkert grín þessi krabbi.

Reynum að gleðjast yfir okkar hversdagslega lífi. Það er ekki svo slæmt eftir allt saman.

Ykkar Inga

1 athugasemd á “Á góðu róli

  1. Hæ IngaMér þykir þú aldeilis spræk í þessu spinning, gott hjá þér. Vona að ég hitti þig fljótlega(þó líklega ekki í spinning ;o) Ég fór á eina blakæfingu eftir áramót en svo hefur verið ÓGURLEGA ÓFÆRT og svoleiðis:o)Kærar kveðjurVilla

    Líkar við

Færðu inn athugasemd