Áfram Ísland

…eða þannig sko…

Ég man eftir móti í Japan einu sinni. Ætli ég hafi ekki verið 13-14 ára. Það var ekki ferð til fjár. Og ekki sóttum við fé í greipar Svía í kvöld. En þessi leikur er að minnsta kosti búinn og mér er til efs að annar lélegri verði leikinn í bráð. Það þyrfti amk alveg einstakt tilfelli af andleysi í hópnum til þess arna. Úff

En Áfram Ísland samt….

Og fyrir þennan leik fórnaði ég sundsprettiinum mínum í dag!

Úff

En það eru líka góðar fréttir:

Ég er komin á Súbbann minn. Mikið er nú auðveldara að vera á fjórhjóladrifnu í því færi sem nú er þó á low profile dekkjum sé (sem er náttúrulega absúrd hér á þessu Ísa kalda landi).

Nú og ég fór í Spinning í gær – á sandölunum mínum frá ecco og Palla og ég komst bara vel frá því en er þó þreytt í fótunum mínum og helaum í hælunum.

Ég er búin að komast að því að fínu skórnir mínir sem ég keypti í haust henta mér alls ekki. Skemmtilegt. En ég get áreiðanlega notað þá þegar ég verð orðin betri í fótunum.

Mataræði er ágætt – nema hvað ég borða of mikið. Þarf að kippa því í liðinn. Minnka líka smjörát en allt í einu er mér farið að finnast það svona ægilega gott.

Ég borða annars vel af grænmeti flesta daga og ácextir eru ágætlega inni líka. En þarf að minnka matarskammtana og bæta enn við grænmetið.

Svo þarf ég að hugsa hvernig ég bæti fyrir það að hafa ekki farið í sund í kvöld. En það finnst einhver botn í það.

Bless elskurnar og reynið að vera ekki eins leið og ég yfir þessum handbolta…

3 athugasemdir á “Áfram Ísland

  1. Hæ Inga mín, gleðilegt ár og takk fyrir allt gamalt og gott! Er ekki hittingur góð leið til að gleyma sér í handboltasorgum?Knús Erla

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar