Víhí hvað ég hef mikið að gera!

Nú eru það björtu hliðarnar.

Ég á orðið máningu á forstofu og klósett – og ég á áreiðanlega eftir að mála það einhvern tímann fljótlega.

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera beðin um að vera veislustjóri á 100 ára afmæli Hvatar – svei mér óvænt og skemmtilegt.

Ég fór í Styrk og var bara nokkuð dugleg.

Ég hef frábæran sjúkraþjálfara sem hugsar svo vel um mig að það er undursamlegt.

Leiser er æði á hælana

Gigtarlyfin virka á ofboðslega vel á ristarnar á mér og því eru það bara hælarnir sem eru aumir.

Mér finnst hroðalega gaman í blaki og í gær vorum við ÁTTA!

Súbarúinn minn er gjörsamlega frábær í hálku og slabbi

Það var svakalega gaman í vinnunni í dag

Ég lít betur út en fyrir tveimur árum síðan

Ég á í bréfaskiptum við fólk í San Diego sem er náskylt mér – ógó skemmtilegt

síðast en ekki síst – ég á ykkur öll að og er því barasta á grænni grein

og svo fer Rankan mín að koma heim og þá geta jólin barasta komið 😉

2 athugasemdir á “Víhí hvað ég hef mikið að gera!

  1. Hugsa oft til þín og lít reglulega hér inn! Gott að sjá hvað allt er skemmtilegt hjá þér:)I miss you! (verður maður ekki að fara að skrifa á ensku afþví að þú ert svona næstum því útlensk 🙂Kær kveðja frá stressaðri fyrrverandi brúsagellu.

    Líkar við

  2. nah maður hættir ekkert að vera brúsagella sko. Það er sko alltaf hægt að fylla á svoleiðis þó eitthvað tæmist. Sjáumst bráðum og láttu nú skólann ekki alveg ganga frá þér og mundu að ég á amk 30 góð ár eftir enn í ræktinn enn svo ég bara bíð róleg eftir þér

    Líkar við

Færðu inn athugasemd