Jákvæð og þakklát

Þarf að bæta því við að vera keppnismanneskja.

Má líka ekki trufla mig að sumir velji magaaðgerð en ég ekki og að hinum mjóu finnist þetta alveg stórkostleg lausn og standa í andakt. Það er hvort sem er áreiðanlega bara öfundsýki í mér.

En hvað verð ég ef ég hætti að vorkenna mér og velta mér upp úr vandræðunum og litlu tilgangslausu vandamálunum mínum? Held ég kannski bara að ég verði alltaf að vera vælandi til þess að einhver nenni að hlusta…

Ég er svo sjálflæg að það er náttúrulega bara viðbjóðslegt. Ætti náttúrulega að skammast mín. Þetta er ekkert flókið.

Stundum bara nær maður 100% einbeitni og svo koma þessi tímabil þar sem allt virðist ganga á afturfótunum og maður getur ekki neitað sér um neitt.

Sigur dagsins – ætlaði að fá mér tvö kex og mjólkurglas í skólanum en hætti við það því það voru óhugglega margar hitaeiningar í því – og ég er jú keppnismanneskja. En ég borðaði of mikið af osti.

Sigur dagsins 2 -nissað er enn í töskunni.

Klúður dagsins – fór í blak og reif upp á mér sinina undir fætinum – aftur jafn hölt og alltaf eftir að hafa verið að lagast.

og skórnir mínir eru ónýtir og ég þarf að kaupa mér nýja svo ég geti gengið og þeir eru mjööööög dýrir….

Já ég veit ekki yfir hverju ég ætti að kvarta (hölt í 14 mánuði, of feit, ekki næga sjálfstjórn, son sem gerir mig gráhærða á köflum, leti, blankheitum,) hef nægan mat, góðri vinnu, fínan bíl, góða fjölskyldu, ykkur og blak.

Life is great

1 athugasemd á “Jákvæð og þakklát

  1. Halló skvís.Ég sá ekki umrædda Kastljós þætti en vá hvað sumir ætla að þessar maga minnkunnar aðgerðir séu lausn á öllum vanda. Skapa líka bara mikinn í staðinn. En bara svo að þú vitir það. Ég er óendanlega stolt af þér stelpa. Þú ert pottþétt á réttri leið Þurfum að fara að smala stelpunum úr LFS saman í eitthvað skemmtilegt.Kv Haddý á Skaganum 😉

    Líkar við

Færðu inn athugasemd