Jæja elskurnar. Að baki er – eða svo gott sem geðvonskudagur. Stundum er maður bara geðvondur og getur eiginlega ekkert gert í því nema reynt að láta á litlu bera og skaða ekki neinn ;-). Þannig var dagurinn minn.
Ég fór nú í Styrk þó ég væri að drepast úr kjálkaverkjum og geðvonsku – það var svo þungt í minni að einn sem æfir um leið og ég spurði hvort þetta væri svona dagur í dag ;-). Híhí. Ég hresstist nú er á leið – það er svo gaman að puða við að þyngja – ferlega skemmtilegt þegar það gengur betur að lyfta því en síðast ;-). Jibbí…
Ég sem sagt puðaði og puðaði af mér geðvonskuna og var bara fín um það leyti sem ég fór heim.
Ég var að horfa á danskan þátt um prótein inntöku eftir æfingar og uppbygginu vöðva og allt þetta – sem ég svo sem vissi að sumu leyti. Við það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði heyrt af konu sem hreinlega léttist ekki neitt á danska á meðan hún var að fá sér shake. Og vöðvauppbyggingin er svona sallafín ef próten er drukkið eða etið strax eftir æfingu. Skyldi mín bara ekki vera of mikið að byggja upp vöðva undanfarið. Amk eru prótein drykkirnir farnir út jafn svínslega góðir og þeir nú eru.
Nú… Ég var 700 gr léttari í dag en á föstudaginn – sem er nú afrek í sjálfu sér. Ég léttist í kippum og bæti svo við mig kannski kílói og paufast svo niður og hryn svo um önnur 2 – 3 og þyngist svo aftur aðeins. Þetta er nú mynstrið mitt. Ég ætla því að bíða róleg. Ég er á réttri leið.
Og ég er að faraí sjúkraþjálfun á miðvikudaginn því hann Baldur ætlar að reyna að halda áfram að laga á mér hælinn sem er til tómra vandræða enn sem komið er – en ég lagðasti nú heilmikið eftir síðustu meðferð.
Ég ætla nú að þakka ykkur fyrir öll commentin ykkar – það er svo gott að hafa hóp af fólki í kringum sig sem er ekki sama. Ég finn það eftir að ég hætti í Sunnulæk þá missti ég mikið þar sem vinnufélagarnir voru mjög hvetjandi.
Þau á Ljósuborg eru nú alveg að verða búin að fatta hvað mér er mikilvægt að fá hrós og standa sig bara vel ;-).
Ég fór í bústað um helgina á Klaustri með vinafólki okkar Palla og mér fannst svolítið leiðinlegt að konan læsi aldrei bloggið mitt. Æ hún sagðist geta orðið svoldið þreytt á mér og því hvað ég óferanílesaraði allt sem mér viðkemur.
Ég er nú alveg sammála því – var að lesa tölvupósta til Baldurs í gegnum tíðina og ég er eiginlega alveg steinhissa á því að maðurinn sé ekki orðinn vitlaus á mér – sem svo aftur gæti alveg verið – hann fer bara svo vel með það ;-). En ég kemst alltaf að sömu niðurstöðu – ég er bara vesenisfræðingur af guðsnáð og ég gat aldrei bara notað formúlublað í stærðfræðinni í gamla daga – ég varð að kunna allar sannanir fram og til baka. Fyrr skildi ég hvorki upp né niður. Og þannig er það með mig í dag. Og þetta blogg er svo aftur bara vettvangur minn til þess.
Mig langar svo sem ekki til annars en það hjálpi mér til þess að horfast í augu við hlutina, bregðast við þeim og kortleggja mig. Og mér finnst það gera það. Það er svo bara bónus ef einhver getur skemmt sér yfir því – eða það hvatt annan til góðra verka. Það amk gengur ekki að við sitjum á okkar stól og fitnum og fitnum og hreyfum okkur ekki nóg.
Skipulögð hreyfing – sagði Baldur hér um árið. Jamm ég er að verða búin að fatta muninn á henni og annarri hreyfingu. Sum okkar verða bara að kyngja því að okkur veitir ekkert skipulaginu og aðhaldinu.
Mér finnst svo aftur svolítið leiðinlegt að ég skuli ekki setja Íslandsmet í því að léttast – birtast í forsíðuviðtali helst í þremur blöðum einhvern mánuðinn en svona verður þetta bara að vera ;-). Ég ætla bara að sætta mig við þetta bras mitt og bauk – svona gengur þetta og þetta gengur bara fínt. …en óþarflega hægt kannski! (nei hrópar skynsemin – allar rannsóknir sýna að besta leiðin til þess að grennast er að gera það hægt og með hreyfingu. Það er sú breyting sem er líklegust að halda. … og það verður BARA að duga mér).
Þannig að þið lesið bara hraðar yfir það þegar ég byrja að tafsa og röfla um eitthvað sem í raun liggur alveg beint við en ég þarf bara að flækja það svolítið til að líða verulega vel með það ;-).
Og nú þarf ég bara að finna tíma til að bæta sundleikfimina – ég held ég stefni á föstudag.

I dag er grar dagur i Englandi… Rigning, og thad engin sma…>>Til hamingju med 700 grommin og verdi thau fleiri…>>Kvedjur hedan, lov ju
Líkar viðLíkar við