Jæja þá í þetta sinn

Ég held ég haldi heim. Mest er ég náttúrlega ekki búin að vera að gera neitt en það er víst alveg bránauðsynlegt með svo maður geti hugsað og svoleiðis. En ég er nú samt búin að gera svolítið af enskuverkefnum og setja það upp í eitthvað voða fínt skipulag.

Nú og svo tók ég til á kennaraborðinu. Kannski gleður það Sigmar geð – aumingja hann að vinna með svona draslararófu ;-).

Það þarf að vasast í svo mörgu ef maður er ég: Undirbúa dönsku já og helst læra hana um leið. Útbúa námsefni í ensku – allt mjög skemmtilegt og gaman. Hugsa um náttúrufyrirbæraverkefnið og dúllast svolítið í því, hengja upp og skreyta í kring. Kenna svolitla íslensku og vinna sögur og svoleiðis með krökkunum og nota þær svo í orðflokkavinnu! Svoooo skemmtilegt líka svo ekki sé nú minnst á stærðfræðina sem er náttúrulega best af þessu öllu.

Svo þarf maður að drekka vatn og borða grænmeti. Ekki borða of mikinn ost og ekki fá sér neitt óhollt í morgunmat þó mann langi undir drep til þess!!!! Skrifa matardagbók og fara í ræktina, sundleikfimina og blakið – alls gera íþróttaæfingar og sturtuferðir eftir þær um 12 klst á viku! Er nema von að fólk segist ekki hafa tíma fyrir þetta? En krakkar mínir það er ekki um neitt annað að ræða en búa til tíma. Látið mig vita það. I know what I’m talking about honey bun!

Já svo þarf að þvo þvotta, hugsa um Aðalstein og vera almennileg við Pallann sinn, elda mat elda mat og elda mat og finna til nesti daginn eftir – en það er trust me mjög mikil vinna á danska kúrnum – úff púff.

Svo þarf að hugsa um eins og 2 vefsíður í 2 klst á viku og svo náttúrulega bara verð ég að fara að jólaföndrast.

Sakna Ragnheiðar…

Hugsa um hundinn…

Viðra sængur….

Muna að drekka vatn…

Hneykslast á þjóðmálunum….

Vona að Kimi verði heimsmeistari fyrir eitthvað kraftaverk…

Sigh það er svooooo mikið mál að vera ég

1 athugasemd á “Jæja þá í þetta sinn

  1. oh já það er sko djobb að vera á honum danska… ég hélt að það fylgi með manneskja sem myndi sjá um að elda þetta allt og vigta… en o no, maður verðru víst aðgera þetta alt sjálfur.En þú ert alltaf jafndugleg í þessukv. Sædís

    Líkar við

Færðu inn athugasemd